11.5.2007 | 23:54
Nú fellum við ríkisstjórnina
Á morgun 12. maí er komið að því að fella ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur með markvissum aðgerðum aukið ójöfnuð hér á landi með slíkum hraða að annað eins þekkist ekki á byggðu bóli. Eina leiðin til þess að snúa af þeirri leið er að leiða Samfylkinguna til valda í íslenskum stjórnmálum.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á biðlistunum sem birtast okkur hvarvetna, t.d. í heilbrigðiskerfinu og í öldrunarmálum. Eina leiðin til þess að kjósa biðlistana í burtu er kjósa Samfylkinguna í kosningunum á morgun.
Ríkisstjórnin ber líka ábyrgð á hagstjórnarmistökunum sem heimilin í landinu blæða fyrir. Verðbólgan er langt yfir viðmðunarmörkum, fólk býr við okurvexti og ekki hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisútgjöldunum. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta.
Til þess að leiða íslenskt samfélag inn á réttar brautir á nýjan og leik og færa það nær norrænu velferðarsamfélögunum sem sósíaldemókratar hafa byggt upp þá verður Samfylkingin að koma sterk út úr þessum kosningum. Samfylkingin verður að vera burðarafl í næstu ríkisstjórn.
Þess vegna skora ég á þig kjósandi góður að setja x við S á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.