6.5.2007 | 20:48
Samfylkingin á góðri siglingu
Skoðanakannanir síðustu daga færa okkur sönnur á því að Samfylkingin er í bullandi uppsveiflu um þessar mundir. Það er alveg sama á hvaða könnun er skoðuð, hvort sem um er að ræða í einstökum kjördæmum eða á landsvísu þá er tilhneigingin alltaf sú sama, Samfylkingin er á uppleið.
Baráttan lítur orðið illa út hjá formanni Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Kannanir mæla hann staðfastlega úti. Nú er tæp vika í kosningar og flokkurinn mælist með 7% fylgi í kjördæmi formannsins og það má glöggt greina að örvænting hefur gripið um sig í herbúðum flokksins.
VG má vel við una, bætir við sig í flestum könnunum frá síðustu kosningum. Þó er ljóst að það mikla flug sem verið hefur á þeim síðustu vikurnar er heldur að dala rétt fyrir kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist hár en við vitum það að hann Íhaldið mælist alltaf með meira fylgi í könnunum heldur en á endanum kemur upp úr kjörkössunum. Annars er kosningabarátta Íhaldsins með hreinum ólíkindum því hún er hvergi sjáanleg.
Íslandshreyfingin nær ekki nokkru flugi og það virðist ætla að verða grafskrift þeirrar hreyfingar að hafa stuðlað að því að stjórnin héldi velli fari svo að ekki takist að fella stjórnina. Þá hefði nú verið betra heima setið en af stað farið.
Hvað Frjálslynda flokkinn varðar þá á ég mjög erfitt með að átta mig á gengi þess flokks. En trúlega fer Guðjón Arnar inn í Norðvesturkjördæmi og tekur með sér uppbótarþingmenn.
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir okkur í Samfylkingunni og alla landsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugt aðhald og það aðhald verður einungis tryggt með öflugum jafnaðarflokki. Til þess að sveigja af leið misskiptingar og ójöfnuðar sem mörkuð hefur verið af ríkisstjórnarflokkunum undir forystu Sjálfstæðisflokksins er nauðsynlegt að Samfylkingin komi sterk út úr kosningunum. Einungis þannig verður hægt að endurreisa velferðarkerfið, sem stjórnarflokkarnir hafa mölvað niður á síðustu 12 árum, að norrænni fyrirmynd.
Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna hafa velferðarmálin sífellt orðið fyrirferðarmeiri sem er gott fyrir Samfylkinguna. Ástæðan er sú að engum flokki er betur treystandi fyrir þeim málaflokki. Samfylkingin er eini raunverulegi jafnaðar - og velferðarflokkurinn sem kjósendur geta treyst. Þetta vita hinir flokkarnir og í aðdraganda kosninga reyna þeir allir að skreyta sig með jafnaðarfjöðrum. En að loknum kosningum reita þeir fjaðrirnar og fara í sinn venjulega búning.
Vörumst eftirlíkingar. Það þarf jafnaðarmenn til að reka jafnaðarstefnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.