2.5.2007 | 21:38
Ríkisstjórn hinna löngu biðlista
Ríkisstjórnarinnar sem nú situr en fellur í kosningum 12. maí nk. verður einna helst minnst fyrir þá löngu biðlista sem hún hefur skapað með aðgerða - og áhugaleysi sínu á sviði velferðarmála síðstliðin 12 ár.
Ríkisstjórnin sem nú situr er hreinræktuð hægri stjórn sem lítinn sem engan áhuga hefur á velferðarmálum. Biðlistarnir tala sínu máli.
Börn og unglingar með geðraskanir verða að búa við það að bíða í allt að eitt og hálft ár eftir þjónustu á barna - og unglingageðdeild. Hér er um fullkomlega óviðunandi ástand að ræða.
Um 900 aldraðir eru þvingaðri sambúð inni á hjúkrunarheimilum og 400 aldraðir bíða í heimahúsum eftir hjúkrunarrými. Hér er líka um fullkomlega um óviðunandi ástand að ræða.
Ríkisstjórnin hefur stuðlað að mörgum öðrum biðlistum eftir almannþjónustu með aðgerðaleysi sínu. Sem dæmi er hægt að nefna biðlista geðfatlaðra eftir búsetuúrræðum og biðlista barna með þroskafrávik eftir greiningu.
Vanræksla ríkisstjórnarinnar bitnar á þeim sem síst skyldi í samfélaginu. Á meðan ríkisstjórnin stærir sig af hagvexti og góðæri er ljóst að hagvöxturinn og góðærið var ekki ætlað þeim mest þurfa á aðstoð að halda.
Í ljósi þessara staðreynda er kosningaslagorðið, Árangur áfram - ekkert stopp, sérstaklega hjákátlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Gaman að sjá ,,jafnaðarmanninn í ráðhúsinu" og forsetans mikla í jafnaðargírnum.
Ingimar Ingimarsson, 3.5.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.