2.5.2007 | 20:38
Íhaldið fer á kostum þessa dagana
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að frjambjóðendur Íhaldsins fara gjörsamlega hamförum þessa síðusta daga fyrir kosningar. Alþingiskonan Ásta Möller var svo óheppin að taka undir með málgagninu að forsetinn væri lýðræðinu á Íslandi hættulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö þurfti Ásta að mæta tvisvar í viðtal. Fyrst til þess að lýsa yfir stuðningi við skrif sín en svo til þess að andmæla þeim. Þessar rökræður Ástu Möller við Ástu Möller voru hreint út sagt óborganlegar.
Annar góður og gegn liðsmaður Íhaldsins hefur líka farið á kostum á síðustu dögum en það er annar þeirra Árna sem leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nú er ég auðvitað að tala um Gaflarann og FH-inginn Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra en nafni hans í öðru sæti listans hefur af einhverjum óþekktum ástæðum að mestu haldið sig til hlés í kosningabaráttunni.
Fjármálaráðherra stóð sig hreint frábærlega í kosningasjónvarpi Ríkisúpvarpsins í gær. Hann var óvenju rökfastur, sérlega trúverðugur og greinilegt að hann hafði ekki vondan málstað að verja.
Að öllu gamni slepptu þá var málflutningur Árna (Mathiesen) fyrir neðan allar hellur og hann hafði í raun ekkert fram að færa í umræðunni um skattamál nema orðhengilshátt. Hann var sá eini sem var með réttar tölur og réttar forsendur allra útreikninga. Allir vinstri menn fara með fleipur að mati Árna og einu útreikningarnir sem mark er á takandi eru þeir sem hann hefur undir höndum og hefur látið vinna. Það var hreinlega pínlegt að fylgjast með fjármálaráðherranum í gær. En honum til vorkunnar má segja að maður sem hefur jafn vondan málstað að verja eigi sér ekki viðreisnar von.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.