Leita í fréttum mbl.is

Almenningur telur að ójöfnuður hafi aukist

Mikill meirihluti þjóðarinnar  er sammála Samfylkingunni um það að ójöfnuðurinn í samfélaginu hefur aukist á síðasta kjörtímabili. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Morgunablaðið og RÚV. Mjög stór hluti þjóðarinnar eða 71% þjóðarinnar er þeirrar skoðunar ójöfnuður hafið aukist á síðasta kjörtímabili.

Þetta hefur Samfylkingin bent á hvað eftir annað og það er greinilegt að fólkið í landinu er sammála okkur um þetta. Það er auðvitað óþolandi hvernig ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum í skattamálum beinlínis aukið á ójöfnuðinn í landinu. Þetta sér almenningur og það er óþolandi að skattbyrði lágtekju - og millitekjuhópanna hefur aukist  á meðan mulið er undir þá sem mest hafa á milli handanna. Ríkisstjórnarflokkarnir eru ábyrgir fyrir þessu óréttláta kerfi.

Eina leiðin til að snúa af þessari braut er að Samfylkingin fái nægjanlegan styrk í kosningunum 12. maí til þess að leiða frjálslynda jafnaðarstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband