Leita í fréttum mbl.is

Hroki Ragnheiðar Elínar

"Ef ég ætti að lýsa því með einu orði, þá myndi ég segja ótrúverðugleiki."

Þetta var svar Ragnheiðar Elínar, aðstoðarkonu forsætisráðherra og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í kvöld þegar hún var innt eftir viðbrögðum við ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.

Ég verð að segja að mér finnst þetta dapurleg umræða og lýsa alveg ótrúlegum hroka hjá viðkomandi. Þetta er sett fram án nokkurs rökstuðnings og er hluti af bábilju íhaldsins. En svona talar bara fólk og flokkur sem ekkert hefur fram að færa í umræðu um stjórnmál.

Sjálfstæðismenn virðast trúa þvi að ef þeir þylja sömu vitleysuna nógu oft þá fari fólk á endanum að trúa vitleysunni. Ef það gengur ekki þá má alltaf ná sér í nokkrar klípur af smjöri og gríta í allar áttir.

Þetta er það sem Íhaldið hefur fram að færa í pólitískri umræðu á Íslandi í dag: sleggjudómar og smjörklípur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Ragnheiður Elín var ótrúlega slöpp í kastljósinu.

Sé alveg spunameistara sjallana ákveða þetta "ótrúverðugleiki"

Tómas Þóroddsson, 15.4.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband