27.3.2007 | 17:49
Efnahags - og velferðarmál
Það er ljóst að ekki verður bara kosið um umhverfismál í kosiningunum í vor þó svo að sum framboð vilji gjarnan telja kjósendum trú um það. Framboðin verða einfaldlega að horfast í augu við það að það eru fleiri málefni sem þarf að ræða um. Efnahags - og velferðarmál eru málaflokkar sem verður að taka föstum tökum eftir áratuga vanrækslu ríkisstjórnar Framsóknaríhaldsins.
Ríkisstjórnin er fallin á efnahagsprófinu. Verðbólgan æðir áfram og rýrir kaupmátt almennings, vaxtaokrið sem íslenskur almenningur býr við þekkist varla á öðru byggðu bóli. Seðlabankinn reynir af veikum mætti að halda þenslunni í skefjum með þeim afleiðingum að allur almenningur er blóðmjólkaður.
Svo má heldur ekki gleyma því að þenslan og hagvöxturinn á Íslandi einskorðast við ákveðin svæði, þ.e. höfuðborgarsvæðið og miðausturland. Á öðrum stöðum á landinu ríkir frekar samdráttur. Við getum tekið Vestfirði sem dæmi. Þar hafa bæjaryfirvöld biðlað til ríkisvaldsins um 100 ný störf á vegum hins opinbera vegna samdráttar í atvinnulífinu á staðnum.
Ríkisstjórn Framsóknaríhaldsins hefur með stefnu sinni í efnahagsmálum gert fyrirtækjum utan þenslusvæðanna mjög erfitt fyrir. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á ástandinu fyrir vestan.
Í velferðarmálum fær ríkisstjórnin líka falleinkunn. Skattkerfið hyglir hinum efnameiri en refsar þeim efnaminni. Um þetta þarf ekki að deila. Þetta er það samfélag sem frjálshyggjudeildin hjá Íhaldinu vill halda áfram að byggja upp.
700 milljón króna framlag ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, rétt fyrir kosningar, er sett fram svo ríkisvaldið þurfi ekki að ganga að þeirri eðlilegu kröfu sveitarfélaganna um réttláta hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum. Að sjálfsögðu eiga þeir sem einungis greiða fjármagnstekjuskatt að greiða útsvar eins og aðrir íbúar sveitarfélaganna.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem er treystandi til þess að snúa af þessari braut sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa markað. Á sama tíma og Samfylkingunni leysir úr þeim vandamálum sem ríkisstjórnin hefur skapað í þessum málaflokkum leggjum við fram öfgalausa og raunhæfa umhverfisstefnu þar sem tekið verður á málum með heildstæðum hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.