22.3.2007 | 14:33
Íslandsframboðið líklegast til að styrkja stóriðjuflokkana í sessi
Því miður hef ég áhyggjur af því að framboð Ómars og Margrétar verði helst til þess fallið að koma stóriðjuflokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til góða og muni því í raun á endanum vera lóð á vogarskálar stóriðjusinnanna í landinu. Þannig að í raun er betra heima setið en af stað farið í tilfelli Ómars og Margrétar. Því miður, af því þau eru í þessu af heilum hug og eru með einlægan ásetning um náttúruvernd.
Þess vegna er það mitt mat að framboð I - listans og stuðningur við hann verði fyrst og fremst til þess fallinn að auka líkurnar á því að ríkisstjórnin haldi velli - vilja menn það?
Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það blinda stóriðjuæði sem núna einkennir stjórnarráðið er að allt skynsamt fólk sem vill að stjórnvöld fari sér hægt í þessum efnum á næstu árum stökkvi á vagn Samfylkingarinnar. Við ætlum að fresta öllum frekari virkjanaframkvæmdum þar til búið er að vinna áætlun um nýtingu og verndun þessara náttúruauðlinda. Það er forgangsatriði að stjórnvöld vinni þessa vinnu áður en menn halda áfram með frekari stóriðjuframkvæmdir.
Hér er ekki verið að slá allar framkvæmdir út af borðinu til allrar framtíðar heldur einungis verið að benda mönnum á mikilvægi þess að hægja á stóriðjuuppbyggingunni svo hægt sé að vinna þessa rammaáætlun um náttúruvernd og nýtingu.
Öll almenn og heilbrigð skynsemi mælir með því að förum þessa leið til þess að sætta sem mest þau ólíku sjónarmið sem uppi eru í dag í stóriðjumálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.