Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið er stefnulaust rekald í stóriðjumálum

Það er merkilegt að fylgjast með umræðunni um stóriðjumálin í landinu þessa dagana og vikurnar. Auðvitað er það hefðbundin afstaða Sjálfstæðismanna að kenna Samfylkingunni um það sem aflaga hefur farið í þessum málum undanfarin ár. Íhaldið sakar Samfylkinguna um stefnuleysi í málaflokknum og segir hana tala út og suður. Þar vísa þeir m.a. til afstöðu Samfylkingarfólks á Húsavík og í Hafnarfirði annars vegar og til forystunnar hins vegar.

Þetta er mjög merkilegt í ljósi þess að Íhaldið er algjörlega stefnulaust rekald í þessum málum. Flokkurinn er eins og strá í vindi sem beygir sig bara eftir því hvaða vindurinn blæs hverju sinni.

Enginn flokkur hefur lagt fram jafn raunhæfa og metnaðarfulla stefnu um náttúruvernd og Samfylkingin í stefnuyfirlýsingu sinni "Fagra Ísland".

Í stefnu Samfylkingarinnar er höfðað til heilbrigðrar skynsemi Íslendinga. Inntakið í stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum er fyrst og fremst það, að við verðum að koma okkur saman um það hvað við ætlum að nýta annars vegar og hvað við ætlum vernda hins vegar. Fyrr en menn hafa ákveðið það eigum við að halda að okkur höndum í frekari stóriðjuframkvæmdum. 

Samfylkingin var í raun langt á undan draumalandinu að koma fram með sáttmála til þjóðarinnar í umhverfismálum.

Í Hafnarfirði er stefna Samfylkingarinnar alveg skýr. Þar hefur Samfylkingin ákveðið að leggja deiliskipulagstillögu bæjaryfirvalda vegna stækkunar álversins í Straumsvík í dóm kjósenda. Það er skýr stefna og virkt íbúalýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband