21.3.2007 | 14:24
Slúðurdálkur Moggans á forsíðu
Ótrúlegt var að lesa meinta fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur á forsíðu Moggans síðastliðinn laugardag sem bar fyrirsögnina "einleikur með fölskum hljómi" og undirfyrirsögnina "Geir og Jón sáu við Barbabrellum Össurar". Magnaður fréttaflutningur og eiginlega með ólíkindum að tilbúningur eins og þessi skuli rata inn á forsíðu Morgunblaðsins.
Í "fréttinni" er ýjað að því að Össur Skarphéðinsson hafi ekki bara snuprað formann sinn heldur hafi hann hreinlega farið fram í auðlindaákvæðismálinu í fullkominni óþökk flestra Samfylkingarmanna eins og segir í "fréttinni". Össur og Ingibjörg hafa bæði gert alvarlegar athugasemdir við þennan "fréttaflutning" og segja hann í rauninni hreinan uppspuna.
"Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, sáu við bragðarefnum Össuri og Jón talaði Framsókn til."
Það er nefnilega það. Össur orðinn bragðarefur skv. Agnesi en Jón skynsemismaður sem að lokum gat talað Framsókn til þannig að Framsóknarmenn fylgdu nú alveg örugglega línu Sjálfstæðisflokksins. Línu sem gerir aldrei ráð fyrir þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Til þess að kóróna svo vitleysuna tókst stjórnarherrunum að kenna stjórnarandstöðunni um það hvernig til tókst með aumkunarverða tilraun þeirra til koma auðlindaákvæðinu í gegnum þingið korteri fyrir kosningar.
Það er greinilegt að Mogginn eru að fara á límingunum þar sem skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt ríkisstjórnin er kolfallinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Sæll félagi.
Sammála þessu skrifum. ,,Fréttaskýringar" Morgunblaðsins og Agnesar eru hreint út sagt ótrúleg skrif.
Þar fyrir utan skil ég ekki hvernig fréttaskýring getur verið einn stuttur dálkur.
Baráttukveðjur,
Magnús Már Guðmundsson, 21.3.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.