10.4.2012 | 15:16
Af hverju hætti bæjarstjórinn að blogga?
Sú var tíðin á Hornafirði að bæjarstjórinn bloggaði af miklum móð. Í færslum bæjarstjórans fékk almenningur innsýn í störf bæjarstjórans. Auk þess var bloggið hans hafsjór af upplýsingum og fróðleik um málefni sveitarfélagsins - fyrir svo utan skemmtilegar og áhugarverður vangaveltur bæjarstjórans um málefni samtímans þar sem hagsmunir sveitarfélagsins voru rauði þráðurinn.
Mig rak því í rogastans, á venjubundnu vafri mínu um net - og bloggheima, þegar ég uppgötvaði mér til hryllings að einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum í netheimum - bloggsíða bæjarstjóra - lá niðri. Þegar ég hafði jafnað mig á upphaflega áfallinu þá komst ég að þeirri niðurstöðu að um tæknileg vandamál hlyti að vera að ræða. Ég ákvað því að bíða í nokkra daga og kanna málið betur. Fór ég því vongóður aðra ferð um lendur netsins í von um að finna einhver merki um bæjarstjórann þar á nýjan leik. Vonbrigði mín urðu ekki minni í þetta skipti þegar aðkoman að bloggsíðu bæjarstjórans var hin sama og síðast. Síðunni hafði verið slátrað -öll verksumerki frá veru bæjarstjórans í bloggheimum höfðu verið afmáð.
Einn dáðadrengja bloggheima er því horfinn á braut - og er hans sárt saknað. Í bloggheimum spurðist síðast til bæjarstjórans í Lapplandi. Þar var hann staddur í boði ESB að kynna sér hvernig byggðastefna og byggðastyrkir ESB hefðu nýst hinum dreifbýlu svæðum í Lapplandi. Fregnir af ferðum bæjarstjórans bárust vel og örugglega í gegnum upplýsingaveitur veraldarvefsins og bæjarbúar gátu lesið ýmislegt sér til fróðleiks, bæði um Lappland og byggðastefnu ESB hjá bæjarstjóranum.
Ég var einn þeirra sem las þessa pistla bæjarstjóra með mikilli ánægju enda taldi ég þá mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu byggðanna varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB. Og ég beið næstu pistla bæjarstjóra um sama efni með nokkurri eftirvæntingu. Þeir virðast hins vegar ekki fá tækifæri til þess að líta dagsins ljós, a.m.k. ekki á þessum vettvangi - skrúfað hefur verið fyrir þá upplýsingaveitu.
Ekki ætla ég að þykjast vita hverjar eru ástæður hins óútskýrða - og skyndilega - brotthvarfs bæjarstjórans úr bloggheimum. Það vekur óneitanlega upp spurningar af hverju bæjarbúar, sem fylgst hafa með bæjarstjóra á þessum vettvangi, hafa ekki fengið neinar útskýringar á brotthvarfinu. Einnig gæti það vakið spuningar - kannski grunsemdir hjá einhverjum - af hverju bæjarstjóri hætti svona verklega, þ.e. að láta síðuna sína hverfa með öllu þannig að ekki er hægt að skoða fyrri skrif bæjarstjóra.
Meginritið í höfundarverki Stefan Zweig bar heitið Veröld sem var en bloggsíða bæjarstjóra er Veröld sem ekki var.
Einhverjir kaldhæðnari en sá sem þetta skrifar gætu jafnvel ályktað sem svo að ástæðan fyrir brotthvarfinu væru skrif bæjarstjórans um ferðir sínar til Lapplands og um byggðastefnu ESB. Þessir sömu aðilar gætu jafnvel freistast til að líta svo á að þeim, sem völdin hafa í hornfirsku samfélagi, hafi ekki fundist tilhlýðilegt að bæjarstjóri væri að velta fyrri sér ESB málum með málefnalegum hætti.
En ég hef enga trú á því að bæjarstjóri láti ritstýra sér með slíkum hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2012 kl. 17:26 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Sæll Árni.
Það er rétt ályktað hjá þér að ég tók það upp hjá sjálfum mér að hætta - í bili - alveg eins og ég tók það upp hjá sjálfum mér að byrja að skrifa. Ferðinni til Lapplands mun ég gera skil á opnum fundi í hádeginu í Nýheimum þann 20. apríl. Ég tek pistli þínum sem áskorun um að halda áfram að skrifa. Ég skoða það með vorinu. Um veröldina sem ekki var er það um að segja að hún er öll til hér tryggilega geymd í tölvunni og öllum til sýnis og skoðunar sem vilja lesa. Ég get til dæmis sent fólki hana í netpósti ef það er eftirspurn.
kveðjur
Hjalti
Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 15:54
Við þessu er bara eitt svar: Velkominn aftur í bloggheima.
Nú munu pósthólfin væntanlega fyllast hjá öllum forvitnum Hornfirðingum.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 10.4.2012 kl. 16:05
Þú spyrð Árni af hverju bæjarstjórinn hafi hætt að blogga.Er það ekki augljóst.Hann fer í boði ESB til evrulands.Sú ferð var í raun ekkert annað en tilraun til að kaupa hann, og hefði aldrei átt að vera farin.Trúlega hefur hann áttað sig í ferðinni og misst málið.En hann fær það aftur trúi ég.Og það er slæmt að þú og aðri,r skuli ekki getað fylgst með því hvað hann er að hugsa.Ekki veitir af.
Sigurgeir Jónsson, 11.4.2012 kl. 08:50
Nú hlýtur málið að nálgast það að vera nokkurn veginn útrætt - þegar heilög þrenning Hornafjarðar hefur tjáð sig efnislega um það á þessari síðu.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 11.4.2012 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.