5.4.2012 | 12:01
Óvönduð vinnubrögð bæjarráðs kosta bæjarbúa 5 milljónir króna
Sveitarfélagið Hornafjörður er opinbert stjórnvald. Því ber að haga ákvörðunum sínum og starfsháttum í samræmi við það.
Mikilvægt er að þeir sem leita til sveitarfélagsins, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga, geti treyst því að sveitarfélagið fari að lögum og reglum, sem opinberum aðilum eru sett og ekki síður þeim leikreglum sem það setur sjálft, t.d. í tengslum við útboð á vegum sveitarfélagsins.
Endurbætur á Grunnskóla Hornafjarðar
Í upphafi árs samþykkti bæjarráð að auglýsa útboð vegna endurbóta á Grunnskóla Hornafjarðar (Heppuskóla). Þá samþykkti bæjarráð þá skilmála sem áttu að gilda í útboðinu. Tvö fyrirtæki buðu í verkið á þeim forsendum. Bæði tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 5. mars sl. að ganga til samninga við lægstbjóðanda þótt vísbendingar væru um að sá aðili stæðist ekki útboðsskilmálana. Undirritaður gerði strax athugasemdir við vinnubrögð bæjarráðs og taldi að þau stæðust ekki skoðun. Nauðsynlegt væri að fara betur yfir tilboðin út frá útboðsskilmálunum.
Farið á svig við útboðsskilmála
Á næsta fundi bæjarráðs virtust einhverjar efasemdir um ákvörðunina hafa náð að skjóta rótum í hugum fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Við nánari skoðun hafði nefnilega komið í ljós að ákvörðun bæjarráðs frá 5. mars hvíldi ekki á nægjanlega styrkum stoðum. Álit lögfræðings sveitarfélagsins undirstrikaði það svo ekki varð um villst. Bæjarráð hafði haft sína eigin útboðsskilmála að engu. Nú voru góð ráð dýr í orðsins fyllstu merkingu.
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði voru s.s. búnir að koma málinu í þá stöðu að allar líkur voru á því að fyrirtækið, sem var með hærra tilboð en stóðst skilmálana, hefði getað fengið lögbann á framkvæmdina. Til þess að koma í veg fyrir þessa atburðarás var ákveðið að leita sátta við fyrirtækið sem ekki var samið við. Sættir náðust og munu þær kosta sveitarfélagið útsvarsgreiðendur 4,6 milljónir króna auk þess sem lögfræðikostnaður sveitarfélagsins vegna málsins er um 400.000 kr. Þetta þýðir að skattgreiðendur á Hornafirði verða að punga út 5 milljónum króna vegna óvandaðra vinnubragða bæjarráðs. Svo ekki sé minnst á þann kostnað sem fólginn er í þeim álitshnekki sem sveitarfélagið verður fyrir þegar það fylgir ekki þeim leikreglum sem það sjálft setur.
Nauðsynlegar upplýsingar
Ástæðan fyrir þessu greinarkorni mínu er ekki síst sú að þegar tilboðin voru opnuð þá sýndu hornfirskir fréttamiðlar því ánægjulegan en óvæntan áhuga og fram kom að heimamenn ættu lægra tilboðið. Ég hef hins vegar saknað þess að þeir hafi sýnt eftirköstum ákvörðunar bæjarráðs jafn mikinn áhuga. Af þeim sökum sá ég mér ekki annað fært en að taka verkefnið að mér að upplýsa bæjarbúa um handvömm bæjarráðs og kostnaðinn sem mun falla á bæjarbúa vegna hennar.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Mikilvægt er að þeir sem leita til sveitarfélagsins, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga, geti treyst því að sveitarfélagið fari að lögum og reglum, sem opinberum aðilum eru sett og ekki síður þeim leikreglum sem það setur sjálft, t.d. í tengslum við útboð á vegum sveitarfélagsins.
Endurbætur á Grunnskóla Hornafjarðar
Í upphafi árs samþykkti bæjarráð að auglýsa útboð vegna endurbóta á Grunnskóla Hornafjarðar (Heppuskóla). Þá samþykkti bæjarráð þá skilmála sem áttu að gilda í útboðinu. Tvö fyrirtæki buðu í verkið á þeim forsendum. Bæði tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 5. mars sl. að ganga til samninga við lægstbjóðanda þótt vísbendingar væru um að sá aðili stæðist ekki útboðsskilmálana. Undirritaður gerði strax athugasemdir við vinnubrögð bæjarráðs og taldi að þau stæðust ekki skoðun. Nauðsynlegt væri að fara betur yfir tilboðin út frá útboðsskilmálunum.
Farið á svig við útboðsskilmála
Á næsta fundi bæjarráðs virtust einhverjar efasemdir um ákvörðunina hafa náð að skjóta rótum í hugum fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Við nánari skoðun hafði nefnilega komið í ljós að ákvörðun bæjarráðs frá 5. mars hvíldi ekki á nægjanlega styrkum stoðum. Álit lögfræðings sveitarfélagsins undirstrikaði það svo ekki varð um villst. Bæjarráð hafði haft sína eigin útboðsskilmála að engu. Nú voru góð ráð dýr í orðsins fyllstu merkingu.
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði voru s.s. búnir að koma málinu í þá stöðu að allar líkur voru á því að fyrirtækið, sem var með hærra tilboð en stóðst skilmálana, hefði getað fengið lögbann á framkvæmdina. Til þess að koma í veg fyrir þessa atburðarás var ákveðið að leita sátta við fyrirtækið sem ekki var samið við. Sættir náðust og munu þær kosta sveitarfélagið útsvarsgreiðendur 4,6 milljónir króna auk þess sem lögfræðikostnaður sveitarfélagsins vegna málsins er um 400.000 kr. Þetta þýðir að skattgreiðendur á Hornafirði verða að punga út 5 milljónum króna vegna óvandaðra vinnubragða bæjarráðs. Svo ekki sé minnst á þann kostnað sem fólginn er í þeim álitshnekki sem sveitarfélagið verður fyrir þegar það fylgir ekki þeim leikreglum sem það sjálft setur.
Nauðsynlegar upplýsingar
Ástæðan fyrir þessu greinarkorni mínu er ekki síst sú að þegar tilboðin voru opnuð þá sýndu hornfirskir fréttamiðlar því ánægjulegan en óvæntan áhuga og fram kom að heimamenn ættu lægra tilboðið. Ég hef hins vegar saknað þess að þeir hafi sýnt eftirköstum ákvörðunar bæjarráðs jafn mikinn áhuga. Af þeim sökum sá ég mér ekki annað fært en að taka verkefnið að mér að upplýsa bæjarbúa um handvömm bæjarráðs og kostnaðinn sem mun falla á bæjarbúa vegna hennar.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.