24.8.2010 | 12:22
Kostnaður og styrkir
Á fundi bæjarráðs í sumar lagði ég fram tillögu þess efnis að framboðin í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor gerðu grein fyrir kostnaði sínum og styrkjum til framboðsins í vegna kosninganna. Tillagan var lögð fram m.a. vegna þess að stjórnmálasamtök starfa á grundvelli laga um fjármál þeirra, framboðin eru studd af bæjarsjóði enda er kveðið á um það í sömu lögum og til þess að tryggja að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu öllum kunnar. Það styrkir kjörna fulltrúa í störfum sínum fyrir sveitarfélagið - að ekki þurfi að efast um grundvöll ákvarðana þeirra á vettvangi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða og í umræðum um málið á bæjarstjórnarfundi fyrir skemmstu kom eingöngu fram stuðningur við það í umræðunni þó einstaka bæjarfulltrúar hafi viðrað áhyggjur sínar af því að of mikið gagnsæi í þessum málum gæti torveldað fjármögnun minni framboða. Einnig komu fram spurningar um að bæjarráð væri farið að seilast heldur langt í upplýsingaöflun af þessu tagi - núverandi lög um fjármál stjórnmálaflokka ættu að duga.
Tvö þeirra fjögurra framboða sem tóku þátt í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafa nú gert grein fyrir sínum málum; Samfylking og Framsóknarflokkur.
Hér er hægt að kynna sér tilkynningu Samfylkingarinnar og uppgjör hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.