25.1.2007 | 00:46
Hjálmar fallinn, Johnsen inni og meint vanlíðan
Hjálmar skíttapaði í baráttunni við Guðna varaformann um fyrsta sætið í Suðurkjördæmi. Spá mín um að hann myndi sennilega hanga á öðru sætinu reyndist röng og hann hrapaði í niður í þriðja sætið. Suðurnesjamenn virðast ekki hafa haft meir trú á honum en þetta sem kemur óneitanlega á óvart þar sem Hjálmar byggði óvænta atlögu sína að Guðna á því hversu illa Suðurnesjamenn hefðu komið út úr prófkjörum annarra flokka. En Hjálmar hlýddi kallinu og er hættur í pólitík.
Hjálmar er hættur en ekki alveg þó því hann vill fá að ráðstafa sínu þriðja sæti til Suðurnesjamanns. Eygló Harðardóttir úr Eyjum sem endaði í fjórða sæti í prófkjörinu er aldeilis ekki kát með þessa afskiptasemi Hjálmars. Björn Ingi Hrafnsson hefur einnig blandað sér í málið og er sammála Hjálmari. Eygló vandar Hjálmari og Birni Inga ekki kveðjunar í pistli á heimasíðu sinni og talar um það sem hún kallar karlaplott og þúfupólitík. Gaman verður að fylgjast með því hvernig Framsóknarfólk kemur til með vinna úr þessum innanbúðardeilum.
Einnig verður mjög forvitnilegt að fylgjast með framboðsmálum Íhaldsins í Suðurkjördæmi. Þar virðist vera um algjörlega klofið framboð að ræða. Mjög stór hluti kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins vildi losna við Árna Johnsen af framboðslistanum. Hann náði þó að halda velli og Sjálfstæðisfólk víðs vegar af að landinu gerði þegar í stað grein fyrir andúð sinni á því að Árni Johnsen væri sennilega á leið á þing aftur á vegum Sjálfstæðisflokksins.
Nafna hans Mathiesen bíður erfitt hlutskipti. Það verður hans að reyna að leiða þennan lista Íhaldsins. Honum er ætlað að vera það lím sem þarf til þess að halda þessu klofna framboði saman. Mér er það til efs að Sjálfstæðismaður úr Hafnarfirði hafi það sem til þarf til þess að stjórna þessu liði. Íhaldið í Hafnarfirði hefur nú ekki unnið nein stórafrek upp á síðkastið.
Mig langar líka til þess að nota þetta tækifæri til þess að leiðrétta þann misskilning sem ég hef orðið áskynja að er til staðar á bloggsíðu sem kennd er við hægrisveiflu. Misskilningurinn felst í því að halda það að Krötum líði illa um þessar mundir vegna útkomu Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Um leið og ég þakka umhyggjuna vil ég koma því á framfæri að meint vanlíðan á ekki við nein rök að styðjast vegna þess að við höfum góðan málstað að verja og höfum góða samvísku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.