23.1.2007 | 00:58
Gefum skít í skoðanakannanir
Um fátt er meira rætt nú um mundir í bloggheimum sem og öðrum heimum en meint fylgisleysi Samfylkingarinnar. Ótrúlega margir spekúlantar finna sig knúna til þess að útskýra stöðu Samfylkingarinnar. Flestir spekinganna virðast vera sammála um að kenna megi formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um slakt gengi flokksins.
Sömu spekinga vil ég minna á það að eitt sinn var fylgi Samfylkingarinnar undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar komið niður í 11% og raddir urðu háværar um að skipta þyrfti um forystu í flokknum. En í stað þess hlaupa á eftir skoðanakönnunum flykktu menn sér á bak við formanninn sinn og studdu hann með ráðum og dáð. Upp úr fylgislægðinni vann flokkurinn sig svo í síðustu kosningunum með eftirminnilegum hætti.
Það má nú heldur ekki gleyma því að könnun Fréttablaðsins er nú vart marktæk. Úrtakið er ekki mjög stórt eða 800 manns og 40% þátttakenda gefa ekki upp afstöðu sína. Þetta gefur varla góða heildarmynd og margt á eftir að breytast í aðdraganda kosinga.
Ég er ekki nokkrum vafa um það að Samfylkingin á góða sóknarmöguleika í kosningunum og við munum vinna á. Góð málefnastaða, sterkur mannskapur og vond ríkisstjórn munu leggja okkur lið við að snúa vörn í sókn.
Mig langar líka til þess að minna á orð Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hann lét falla í Silfrinu fyrir einhverju síðan, um að hann gæfi skít í allar skoðanakannanir. Það byggði hann á því að undir hans stjórn mældist Alþýðuflokkurinn eitt sinn með 3% fylgi á meðan hann var að vinna þjóðinni hvað mest gagn, þ.e. þegar hann var í óða önn að undirbúa EES samninginn.
Mér finnst vera mikil viska í þessum orðum fyrrum krataforingjans. Við verðum halda stefnumálum okkar hátt á lofti og láta ekki stundarfyrirbrigði eins og skoðanakannanir valda okkur hugarangri. Grunngildi jafnaðarstefnunnar eiga að vera haldreipi okkar og þau eigum við eigum að boða í ræðu og riti. Tölum fyrir okkar stefnu um réttlátt og sanngjarnt samfélag með áherslu á að auka jöfnuð í samfélaginu. Það verður mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar að auka jöfnuð í samfélaginu. Einhvern veginn finnst mér það líka vera mikilvægara umræðuefni heldur en staða flokkanna skv. síðustu skoðanakönnun.
80% Íslendinga eru jafnaðarmenn en það verður bara að sannfæra þá um að það þarf jafnaðarmenn til þess að reka jafnaðarstefnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2007 kl. 09:59 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.