Leita í fréttum mbl.is

Ný bæjarstjórn tekur við

Í gær var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hornafjarðar. Allmargar breytingar urðu á skipan bæjarstjórnar í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn vann hreinan meirihluta og við í Samfylkingunni töpuðum einum bæjarfulltrúa. Hlutskipti Samfylkingarinnar á nýhöfnu kjörtímabili er því að starfa í minnihluta.

Á dagskrá bæjarstjórnar í gær var m.a. að ráða bæjarstjóra fyrir sveitarfélagið til næstu fjögurra ára. Tillaga meirihluta Framsóknarmanna var að Hjalti Þór Vignisson yrði ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar til næstu fjögurra ára. Af því tilefni lagði ég fram eftirfarandi bókun þar sem ég gerði grein fyrir atkvæði mínu vegnar raðningar bæjarstjóra:

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar harmar þá ákvörðun Framsóknarflokksins að gera ópólitískan bæjarstjóra sveitarfélagsins, Hjalta Þór Vignisson, að sérstöku kosningamáli á kostnað málefna í aðdraganda sveitarstjórnakosninga 29. maí sl. Sú ákvörðun hefur án efa átt stóran þátt í sigri flokksins í kosningunum og stuðlað að hreinum meirihluta hans í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn er því í lykilaðstöðu til að efna það kosningaloforð sitt að atkvæði greitt Framsóknarflokknum tryggði Hjalta Þór Vignisson áfram sem bæjarstjóra. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar telur rétt að veita Framsóknarflokknum svigrúm til þess efna þetta kosningaloforð.

Af þessum sökum situr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu bæjarstjóra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband