15.5.2010 | 22:48
Íslensk stjórnsýsla endurskipulögð
Sveitarfélögin ekki undanskilin
Skipan sveitarstjórnarmála er ekki undanskilin í endurskipulagningu stjórnsýslunnar. Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytið hefur skipað fjögurra manna nefnd til að ræða og meta sameiningarkosti í hverjum landshluta. Þegar nefndin hefur lokið tillögugerð sinni verða tillögurnar lagðar fyrir landsþing eða aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mun ráðherra í framhaldi af því leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar fram til ársins 2014.
Samgöngu - og sveitastjórnarráðherra hefur látið hafa eftir sér að sveitarfélögin gætu orðið sautján talsins. Í dag eru þau tæplega áttatíu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem jafnframt er bæjarstjóri á Ísafirði, hefur nefnt að þau gætu orðið sjö. Ef af þessu verður, er ljóst að verið er að leggja grunn að gjörbreyttu umhverfi íslenskra sveitarfélaga - þó ekki verði farið eftir ýtrustu tillögum
Staða Hornafjarðar
Kjörnir fulltrúar verða að vera meðvitaðir um að þessi vinna er í fullum gangi. Ný bæjarstjórn verður að móta sér skýra sýn um stöðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar áður en fulltrúar hennar mæta til næsta landsþings Sambands sveitarfélaga sem væntanlega verður haldið næsta haust. Þetta eru stóru línurnar í sveitarstjórnarpólitík næstu ára.
Að tryggja og efla þjónustustigið í sveitarfélaginu verður að vera leiðarljós bæjarfulltrúa í þessari umræðu - að sveitarfélagið hafi burði til að sjá íbúunum fyrir þeirri þjónustu sem þeir eiga heimtingu á. Þetta er meginmarkmiðið. Spurningin sem bæjarstjórn verður að svara er því þessi; verður Sveitarfélagið Hornafjörður betur í stakk búið til að sinna sínum íbúum sem hluti af stærri heild eða með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. án frekari sameininga?
Skýr sýn Samfylkingarinnar
Samfylkingin hefur markað sér skýra sýn í þessum málum fyrir komandi kjörtímabil. Við teljum frekari sameiningu við önnur sveitarfélög ekki tímabæra enda hafi ekki verið bent á neina augljósa kosti í þeim efnum. Við leggjum hins vegar áherslu á áframhaldandi gott samstarf við önnur svæði og sveitarfélög sem grundvallast á sameiginlegum hagsmunum.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Sæll Árni.Gleymirðu því ekki að Samgöngu og sveitastjórnarráðherrann, Samfylkingarráðherrann Kristján Möller, hefur gefið það út að sveitarfélög verði sameinuð með valdi, að Dansk-Evrópusambandsfyrirmynd,ef þau neiti sameiningu.Verður þú þá nokkuð spurðir.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 16.5.2010 kl. 07:34
Ég bið forláts, það vantar u, í staðinn fyrir i.
Sigurgeir Jónsson, 16.5.2010 kl. 07:36
Sæll Árni minn.
Ég vildi bara benda þér á að ég hef ákveðið að opna bloggið mitt aftur og býst við af þér að kíkja þar inn á næstunni.
Gangi þér og þínum vel n.k laugardag.
Ottó Marvin Gunnarsson, 25.5.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.