20.1.2007 | 13:52
Fellir Hjálmar varaformanninn?
Í dag fer fram prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Spennandi verður að sjá hvort atlaga Hjálmars Árnasonar að varaformanni flokksins Guðna Ágústssyni gangi upp. Víst er að baráttan verður hörð.
Merkileg sinnaksipti Hjálmars. Einn dag styður hann sinn varaformann í fyrsta sætið en hættir svo við og ákveður að etja kappi við hann. Ég geri í sjálfu sér engar athugasemdir við það að menn keppist um efstu sæti á framboðslistum í pólítík. Það á enginn neitt í pólítík. Framboð Hjálmars missir hins vegar trúverðugleika í ljósi þess að flestir töldu Hjálmar dyggasta stuðningsmann Guðna þar sem hann hafði lýst því yfir sjálfur. Þau orð vógu hins vegar ekki þungt hjá Suðurnesjamanninum þegar hann sá sér leik á borði vegna lélegrar útkomu annarra Suðurnesjamanna í prófkjörum annarra flokka.
Ég hallast nú að því að varaformaðurinn haldi velli og þá er spurningin einungis sú í hvaða sæti Hjálmar endar. Ætli hann hangi ekki á öðru sætinu.
Á morgun ætla svo Sjálfstæðismenn að hittast á kjördæmisþingi á Hótel Örk og staðfesta framboðslista sinn í Suðurkjördæmi. Fregnir herma að á þinginu verði niðurstaða prófkjörs þeirra staðfest. Það kemur nokkuð á óvart enda hafa félagar þeirra víðs vegar um landið látið að því liggja að vera Eyjajarlsins, Árna Johnsens á listanum komi til með að veikja flokkinn á landsvísu. Eitt er víst að orðin tæknileg mistök munu loða við framboð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.