Leita í fréttum mbl.is

Byrgið - handónýt stjórnsýsla

Ljóst er að stjórnsýslan í Félagsmálaráðuneytinu hefur verið í molum þegar kom að því að taka á málum Byrgisins. Það mátti glöggt heyra í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag þegar þingmenn fengu tækifæri til þess að ræða málið. Málshefjandi var Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og greinilegt var á þingmönnum að þeir litu þetta mál mjög alvarlegum augum. Enda er það grafalvarlegt þegar farið er með almannafé með þeim hætti sem forstöðumaður Byrgisins hefur gert undanfarin ár að því er virðist nokkuð óáreittur.

Það er vonandi að svona stjórnsýsla sé einsdæmi hjá viðkomandi ráðuneyti en því verður ekki neitað að mál sem þessi eru ekki til þess fallin til þess að auka tiltrú almennings á stjórnsýslu ráðuneytanna.

Léleg fannst mér tilraun ráðamanna til þess að velta ábyrgðinni alfarið yfir á Ríkisendurskoðanda. Það var ljóst og var staðfest í umræðunum í dag af varaformanni fjárlaganefndar, Einari Oddi Kristjánssyni að ábyrgðin á framkvæmd fjárlaga lægi hjá ráðuneytunum. Félagsmálaráðherrar undanfarinna ára geta því ekki vikið sér undan ábyrgð.

Ég tek undir það með Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni sem sagði í Íslandi í dag að það ætti að vera í verkhring ríkisins að líta eftir þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Hann leit á þessar 200 milljónir sem hafa runnið til Byrginsins á undanförnum árum sem einvhers konar friðþægingu stjórnamálamannanna gagnavart þessum ólánssömu einstaklingum í þjóðfélaginu. Þess vegna hefur Byrgið e.t.v. og forstöðumaður þess með sínum eldmóði verið draumasending til ráðamanna þjóðarinnar. Þarna voru komin samtök sem voru tilbúin til þess að hugsa um þessa einstaklinga í samfélaginu sem enginn annar var tilbúinn að líta eftir. Það hefur því verið guðsgjöf fyrir Félagsmálaráðuneyitð að geta styrkt Byrgið um ákveðna fjárupphæð og þurfa svo ekkert meir að hugsa um þessa einsktaklinga sem af einhverjum ástæðum finna sig ekki samfélaginu og hafa orðið undir.  

Annað sem kann að hafa gerst á Byrginu fyrir utan það hvernig forstöðumaðurinn hefur farið með almannafé er ekkert annað er mannlegur harmleikur og ber að upplýsa eins fljótt og auðið er öllum til hagsbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband