19.1.2007 | 20:13
Ríkisútvarpið SFHFOHF
Um fátt er rætt meira þessa dagana en málefni Byrgisins. Erfiðlega gekk þó að fá málið rætt í sölum Alþingis. Lúðvíki Bergvinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar tókst í dag að fá utandagsrkárumræðu um málið á Alþingi þrátt fyrir það að í gildi séu herlög á alþingi eins og einhverjir hafa komist að orði. Ástandið er þannig á þingi að öll mál hafa verið sett í biðstöðu til þess að varaformanni Sjálfstæðisflokksins takist að koma í gegn frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið OHF. En í dag brutu s.s. þingmeirihlutinn og forseti Alþingis odd af oflæti sínu og heimiliðu umræður um málefni Byrgisins.
Flumbrugangurinn og lætin við að koma RÚV frumvarpinu í gegnum þingið eru slík að ætla mætti að líf manna lægi við. E.t.v. metur ráðherrann stöðuna svo að pólitísk virðing hennar sé undir því komin að koma þessu máli í gegn með góðu eða illu. Það er kannski ekkert skrýtið enda er þetta í þriðja sinn á þessu kjörtímabili sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir reynir að koma í gegnum þingið nýjum lögum um Ríkisútvarpið. Er það nema von að almenningur sé orðinn svolítið ringlaður í þessari umræðu enda hefur Ríkisútvarpið þrisvar sinnum skipt um skammstöfun í lok nafnsins. Í fyrstu tilraun var talað um Ríkisútvarpið SF, svo kom Ríkisútvarpið HF og að lokum Ríkisútvarpið OHF. Í fjórðu tilraun yrði væntanlega talað um Ríkisútvarpið Group.
Það er með hreinum ólíkindum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skuli ekki taka tilboði stjórnarandstöðunnar um að fresta gildistöku laganna til 1. júli eða fram yfir kosningar svo ný ríkistjórn geti tekið á málinu. Þá væri hægt að kjósa um málið í vor. Ég held að full þörf sé á því. Söludeild Sjálfsætðisflokksins ljáir þessu máli nefnilega stuðning sinn vegna þess að hún lítur á þetta sem fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Þess vegna held ég að hér sé stórhættulegan málatilbúnað að ræða.
Á sama tíma og söludeildin hjá Íhaldinu styður við frumvarpið af því að það er fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu styðja Framsóknarmenn við það vegna þess að þeir telja sig vera að verja Ríkisútvarpið gegn einkavæðingu. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þar Framsóknarflokkurinn hefur margsinnis ályktað um það RÚV skui vera í þjóðareign. En svona talar ríkisstjórn Íslands þessa dagana, út og suður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.