Leita í fréttum mbl.is

Sérhagsmunagæslan samræmir leiftursókn gegn félagsmálaráðherra

Sjálfur hef ég hvorki lesið né heyrt ræða Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi ASÍ fyrir skemmstu og er því varla dómbær á innihald hennar. Þó hef ég heyrt og lesið glefsur úr henni, sem ég kunni ágætlega að meta. En af samhæfðum viðbrögðum forkólfa álrisanna, LÍÚ, samtak atvinnulífsins og talsmanna þeirra á þingi, sjálfstæðis -og framsóknarþingmanna, má leiða líkum að því að þetta hafi verið býsna góð og innihaldsrík ræða hjá félagsmálaráðherra.

Hræðslan við að nú sé kominn ráðherra sem tekur almannahag fram yfir sérhagsmuni leynir sér ekki. Leiftursókn afla í þágu sérhagmuna í samvinnu við framlengingu þessara sömu sérhagsmunahópa á þingi er hafin gegn félagsmálaráðherra. Með samstilltu og einbeittu átaki hefur öllum þessum aðilum tekist að samræma málflutning sinn með aðdáunarverðum hætti.

Miðað við þau viðbrögð sem ræða félagsmálaráðherra framkallar hjá varðhundum sérhagsmunanna í íslensku samfélagi þá tel ég hann vel til þess að fallinn að vera framsætinu í endurreisnarstarfinu. Sú endurreisn á leiða til þeirrar grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi að markaðurinn verði þjónn samfélagsins alls - og þess krafist að hann aðlagi sig að þörfum samfélagsins en ekki öfugt.

Á ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis - og Framsóknarflokks var þessum hlutverkum snúið við þannig að forkólfum atvinnulífsins og markaðarins tókst að gera samfélagið og stofnanir þess - Alþingi, ríkisstjórn og stjórnkerfi - að dyggum þjónum sínum. Við urðum ginningarfífl blindrar og takmarkalausrar ofsatrúar á markaðinn og lausnir hans. Við megum ekki láta það henda okkur aftur.

En það er einmitt það sem þeir vilja, sem hæst láta núna í gagnrýni sinni á félagsmálaráðherra. Sérhagsmunahóparninr vilja halda áfram að ráða en óttast að félagsmálaráðherra muni láta illa að stjórn.  

Viðbót:

Núna er ég búinn að lesa ræðuna og hún er eins og ég bjóst við, býsna góð og innihaldsrík - og ekki nema von að einhverjir ókyrrist.

Ræðuna má nálgast hér: http://www.herdubreid.is/?p=1055#more-1055


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Árni Rúnar. Í framhaldi umfjöllunar þinnar um ræðu félagsmálaráðherra vil ég benda þér á bloggfærslu eins bloggvinar sem bæði er athyglisverð og reyndar fyllti mig óhug. Bloggið er:

nilli.blog.is, færslan heitir: Sjávarútvegur í herkví óheiðarlegra einstaklinga. Endilega kíktu á síðuna og þá sérstaklega allt undirstrikað. Þetta eru kvótagreifarnir sem grenja hæst, enda er áróðursmaskína "Framsóknaríhaldsins" komin í fullan gang. Bestu kveðjur. 

Þráinn Jökull Elísson, 23.10.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vinstri grænir hafa kallað Árna Pál frjálshyggjufífl.Nú grípur hann til þess ráðs að skríða fyrir þeim með ummælum sínum um álfyrirtækin.Ef hann heldur að hann vaxi í augum þeirra með ummælum sínum þá held ég að það sé rangt.Það sjá allir í gegnum svona mann.En þú virðist sammála honum varðandi sjávarútveginn.Það á þá væntanlega við um útgerðarfyrirtækin á Hornafirði.Þú talar væntanlega af reynslu þar.Ég held að fæstir þar séu þér sammála.

Sigurgeir Jónsson, 23.10.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er aumlegt að sjá bæjarstjórnarmenn á landsbyggðinni skríða fyrir ráðherrum 101 klíkunnar.

Sigurgeir Jónsson, 23.10.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband