Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þjóðin fái að kjósa um ESB...

var forsíðufyrirsögn Moggans í dag - haft eftir fyrrverandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins og núverandi forstjóra Landsvirkjunar. Sannarlega orð í tíma töluð úr þeirri átt og vonandi það sem koma skal fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar - þó vont sé að bíða svo lengi eftir ákvörðun og ekki er víst hver niðurstaðan verður. Ekki er eftir neinu að bíða að hefja aðildarviðræður og þjóðin fái síðan að kveða upp sinn dóm.  

Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skekið hefur heiminn, hefur leikið litla Ísland grátt. Það gerir okkar vanda hins vegar dýpri en annarra að yfir okkur gengur nú dýpri gjaldeyriskreppa en við höfum áður kynnst.

Eins og ágætur hagfræðingur sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í nóvember, þá dó krónan 8. október - tók tvo dauðakippi og dó svo. Um þetta deilir enginn lengur. Krónan er dáin. Nú er bara rifist um leiðir frá krónunni - einkum er rifist um einhliða upptöku annars gjaldmiðlis eða inngöngu í ESB og upptöku Evru í kjölfarið.

Fórnarkostnaðurinn af svokallaðri sjálfstæðri peningamálastefnu er orðinn gríðarlegur og skaðar samfélagið allt. Það er með hreinum ólíkindum að stjórnmálaflokkar séu á þessum tímapunkti ekki tilbúnir til þess að gefa kjósendum tækifæri til þess að kveða upp sinn dóm um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hinn lýðræðislegi farvegur - leið til þess að leysa úr þeim hnút sem stjórnmálaflokkarnir virðast ekki geta leyst úr.

Niðurstaðan af sjálfstæðri peningamálastefnu í galopnu alþjóðlegu hagkerfi liggur fyrir. Hefur einhver áhuga á að ganga þann veg aftur? Ég held ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband