Leita í fréttum mbl.is

Svipurnar dregnar fram

Í ESB umræðunni er vandfundin sú skoðun sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki haft á þeim málum frá því í nóvember og þar til nú.

Því er varaformanni flokksins nokkur vorkunn og töluverður vandi á höndum eigi hún að geta gengið í takt við formanninn. Hún - eins og aðrir landsmenn - var orðin ringluð á því að vakta skoðanir formannsins frá degi til dags.

Á miðstjórnarfundi flokksins í dag tóku menn því fram svipurnar og handjárnin og létu varaformanninn finna fyrir því.

Sá sem hafði mesta ánægju af því að handleika svipuna var fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins og fyrrverandi varaformaður bankastjórnar Landsbankans.

Sjálfstæðisflokkurinn hættir ekki að koma á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Árni Rúnar:

Já, Kjartan og Davíð ættu að hafa sig hæga þessa dagana! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Bjarni Benediktsson sveik kosningaloforð sín er hann kaus gegn ESB aðildarumsókn en í viðtölum og sjónvarpsþáttum fyrir kosningar sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn væri vissulega á móti aðild en teldi að leggja ætti málið fyrir þjóðina engu að síður.

Þorgerður Katrín virtist þó vera enn harðari einangrunarsinni en Bjarni í aðdraganda kosninga og eftir en hún virðist eitthvað hafa bakkað með einangrunarhyggju sína enda sat hún hjá er kosning um aðild fór fram.

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé vissulega gjörspilltur þá sýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir að rödd skynseminnar finnst ennþá í flokknum og hið sama gerir Guðbjörn, er skrifar hér að ofan, með góðum skrifum sínum hér á blogginu.

Framtíð Sjálfstæðisflokksins er björt nái hófsami armurinn stjórn á flokknum en er vægast sagt afar döpur haldi fram sem horfi.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorgerður Katrín bauð sig fram til endurkjörs sem varaformaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marz sl. Þegar kjörið fór fram lá fyrir hver stefna flokksins yrði í Evrópumálum. Þorgerður hafði m.ö.o. alla möguleika á að draga framboð sitt til baka ef hún treysti sér ekki til þess að framfylgja þeirri stefnu.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins ber ábyrgð á innra starfi flokksins og ef sá sem gegnir þeirri stöðu treystir sér ekki til þess að framfylgja stefnu hans, sérstaklega í stórum málum, er ekki óeðlilegt þó vangaveltur vakni um það hvort hann sé rétti aðilinn til þess að gegna þeirri stöðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kjartan, hvers vegna eyddirðu út athugasemdinni minni á blogginu þínu um þýzka stjórnmálaflokkinn CSU og lokaðir síðan á mig?

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:24

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp stefnu hlynnta inngöngu í Evrópusambandið yrði hann vafalaust að smáflokki enda er ljóst að mikill meirihluti flokksmanna er á móti slíkri inngöngu. Það hefur sést í skoðanakönnunum, á fundum flokksins í vetur um Evrópumál og á landsfundum hans.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjarni Benediktsson er einn af "silfurskeiðadrengjunum" og hagar sér samkvæmt því. Hann og Sigmundur Davíð hafa belgt sig út í sölum Alþingis og látið eins og þeir væru valdamestu menn á landinu.

Það sem hentar í dag til að rægja ríkisstjórnina er notað hvort sem það er til hagsbóta fyrir þjóðina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.7.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband