Leita í fréttum mbl.is

Vilja Alþingis frestað?

Stjórnskipun Íslands byggir á því að ríkisstjórn sækir umboð sitt til Alþingis. Alþingismenn sækja hins vegar umboð sitt beint til kjósenda. Það er því ríkisstjórnarinnar að framfylgja vilja Alþingis.

Nú hefur verið samþykkt á Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun er algerlega óháð öðrum málum sem verið er að ræða nú um stundir á þinginu - m.a. annars lausn Icesave deilunnar.

Nú bregður svo við að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar vill hunsa vilja Alþingis. Hann vill fresta aðildarviðræðum vegna þess að hann tengir umsóknina við lausn Icesave deilunnar. Í ályktun Alþingis kemur hvergi fram að bíða skuli með umsóknina þar til önnur snúin mál hafi verið leyst.

Þess vegna kemur afstaða ráherrans á óvart og hlýtur að gera setu hans við ríkisstjórnarborðið snúna. Hann hlaut að átta sig á því þegar hann tók sæti í þessari ríkisstjórn að þessi staða gæti komið upp - að sótt yrði um aðild - vegna þess að ríksstjórnarsáttmálinn er mjög skýr í þess efni.

Hafi ráðherrann haft uppi efasemdir um vilja sinn til þess að framfylgja ákvörðunum þjóðþingsins í þessu mál þá hefði hann aldrei átt að taka sæti við ríkisstjórnarborðið. 

En kannski ætti þetta ekkert að koma á óvart frá manni sem samþykkir að taka sæti í ríkisstjórn, sem byggir sitt samstarf m.a. á því - skv. stjórnarsáttmálanum - að leggja fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að ESB, en kýs svo gegn tillögu sinnar eigin ríkisstjórnar þegar á hólminn er komið. Ummæli hans í dag eru því kannski bara rökrétt framhald af vitleysunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er ekkert hægt að lýta undan þeim staðreyndum að það sé viðskiptalegt umsátur um Ísland og kemur það skýrast fram með skilyrðum um að icesavedeilan klárist áður en við fáum lánveitingar frá norðurlöndum. Einnig er það rétt hjá Jóni að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sífellt að þrísta sultarólinni fastar um háls fjallkonunar og því ekkert nema eðlilegt að við förum að standa upp í hárinu á þessum þjóðum sem eru augljóslega að beita okkur harðræði sem fádæmi er fyrir á vorum tímum. VIð ættum ekki að fara í evrópuumræður ef þetta icesave mál er yfirvofandi og skerðir samningamöguleika okkar.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að okkur er nauðugur kostur settur varðandi Icesave deiluna en það er hreint og klárt að þar er um miskunarlausan nauðarsamning að ræða. Það er með öllu óþolandi hvernig við vorum kúguð til þess samning og ber þar samfylkingi miklu meiri sök... með því að vera í samstarfi við helblá og sjálfhvera hrædýrið og komið samningum í þann farveg sem hann er núna.

Þú ættir að vita jafn vel og ég... að vinnstri grænir eru gegn aðild að evrópusambandinu og því ætti það ekki að vera vitleysa að hans hálfu- heldur einlæag hugsjón að hann leggist gegn því að farið sé í aðildarumræður ef það er stöðugt að koma í ljós að það er verið að beita okkur hótunum. Ég hugsa til þess með hrolli ef samfylkingin ætli að fara að fara í einhvern hótannaleik við vinnstri græna því þeim er sá kostur ekki vænn og dáist ég af fulltrúum vinnstri græna að láta ekki aumkunarverða... miðjumoðara eins og Össur Skarphéðisson vera beita sér einhverjum þvingunum. 

atli- ögmundur- guðfríður- Lilja og svo nú jón ... hafa öll sýnt að þau hafi sjálfstæðan vilja og leggjast gegn polítísku ofbeldi og þvingunum...

hér ríkir FULLTRÚARRÆÐI og ég gef ekki mikið fyrir skoðannalausan jarmkór sem fylgir ekki hugsjónum sínum. Ef þér þykir það slæmt að fólk fylgi sannfæringu sinni í politík.. þá vil ég spyrja þig... hverju villt þú þá að menn fylgi ? 

Brynjar Jóhannsson, 26.7.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Líklega hafa það verið stór mistök af Samfylkingunni að ganga til stjórnarsamstarfs við VG, en annar kostur var einfaldlega ekki í stöðunni, vegna þess hvernig atkvæði féllu. Framkoma Sjálfstæðis-, Framsóknarflokks og hins pólitíska bisnesshóps, Borgara á þingi gefur ekki til kynna að neitt betra sé í boði. En samstarf við VG er og verður náttúrulega aldrei annað en martröð, það hefur margsýnt sig t.d. í Borgarstjórn. Þau eru svo heltekin af hugsjónaeldi, að þau halda, að oftast hafa þau ekki neina stjórn á logunum!

Ingimundur Bergmann, 27.7.2009 kl. 07:27

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef þið viljið ekki hafa ESB-andstæðinga í ríkisstjórn verðið þið að leita eftir samstarfi við aðra flokka því ekki fæst ESB-sinnuð stjórn með samvinnu við VG. Ykkar er völin og kvölin.

Héðinn Björnsson, 27.7.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband