Leita í fréttum mbl.is

Króna eða Evra

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins hefur komist að þeirri skynsamlegu afstöðu að valið í gjaldmiðilsmálum standi á milli íslensku krónunnar og Evru. Ef menn komast að því að halda eigi í krónuna þá verði stórefla hana sem gjaldmiðil m.a. að  með því að auka verulega við gjaldeyrisvaraforðann.

Sífellt eru fleiri að hoppa á þennan vagn Samfylkingarinnar í gjaldmiðilsmálunum, þ.e. að eina raunverulega valið í gjaldmiðilsmálunum sé á milli Evru og Krónu. Það skýrir auðvitað betur kostina sem við stöndum frammi fyrir nú um þessar mundir.

Ef eitthvað er að marka fréttaflutning síðustu vikna þá er ljóst að þolinmæði aðila vinnumarkaðarins gagnvart krónunni er brostin. Málflutningur þeirra er svo kröftugur að forsætisráðherra taldi rétt að koma því á framfæri að í þessari umræðu væru ASÍ og SA komin út fyrir verksvið sitt. Það held ég að sé misskilningur. Vegna þess að ASÍ sér að fall krónunnar hefur haft í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu fyrir umbjóðendur sína og Samtök atvinnulífsins sjá að krónan er orðinn þröskuldur í öllum viðskiptum umbjóðenda þeirra. Þannig að það er eðlilegt að þessir aðilar hafi sterkar skoðanir á þessum málum og leggi fram tillögur um leiðir til úrbóta.

Endurskoðun peningamálastefnunnar hlýtur að vera mikilvægasta langtímaverkefnið sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Þrýstingurinn á að sú endurskoðun hefjist á bara eftir halda áfram að aukast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband