Leita í fréttum mbl.is

Efnahagshorfur vænkast

Ljóst er að Evrusamningar Seðlabankans við norrænu seðlabankana hafa haft jákvæð áhrif á þróun efnahagsmálannna í dag. Krónan styrktist og bensínið lækkaði. Davíð var svo ánægður með atburði dagsins að hann dreif sig í viðtal á Stöð Tvö í dag og mun það hafa komið mörgum í opna skjöldu ef marka má fréttaflutninginn á Eyjunni í dag.

Það var orðið löngu tímabært að fá jákvæðar fréttir úr heimi efnahagsmálanna. Staðan þar hefur verið mjög viðkvæm og erfið síðustu vikur og mánuði. Þannig að það var alveg komin tími á það fá jákvæðar fréttir af þessum vígstöðvum enda fólk almennt orðið uggandi um hag sinn sem eðlilegt er.

Atburðir dagsins í dag eru jákvæðir út frá stöðu peninga - og efnahagsmála eins og hún blasir við í dag. Hinu megum við þó ekki gleyma að alþjóðlega lánsfjárkreppan, sem er undirrót þeirra efnahagsþrenginga, sem við nú göngum í gegnum, hafði miklu meiri áhrif hér á landi en annars staðar vegna peningamálakerfisins sem við búum við. Krónan hríðféll, verðbólgan fór af stað og þetta hafði gríðarleg áhrif á allan hag almennings. Af þessum sökum er mikilvægt að við gleymum ekki því verkefni okkar að horfa til framtíðar í þessum málum. Við verðum að skoða hvernig koma megi í veg fyrir það í framtíðinni að svona öfgafullar sveiflur eigi sér stað í efnahagslífinu. Við verðum að finna leiðir til þess að auka stöðugleikann.

Í þeim efnum er nærtækast að við förum að skoða kosti og galla Evrópusambandsaðildar og upptöku Evru í framhaldi af því af fullri alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband