Leita í fréttum mbl.is

Ungmennaþing

Í dag hélt Ungmennaráð Hornafjarðar ungmennaþing í Nýeimum. Þingið hélt ungmennráðið í samstarfi við Æskuýðs - og tómstundaráð Hornafjarðar. Þingið var mjög vel heppnað og ég hef þá skoðun að þing eins og þetta eigi helst að verða fastur liður í framtíðinni. Þannig myndi vægi þess aukast. Það er því óhætt að fagna frumkvæði ungmennaráðsins í þessu máli.

Mjög góð erindi voru flutt og að loknum erindum fóru fram mjög málefnalegar umræður. Helst var rætt um svokallað ungmennahús. Rætt var um þörfina á slíku húsi og hvar slík hús hafa verið tekin í notktun og hvernig það hefði gengið á þeim stöðum þar sem ungmennahúsin hafa verið starfrækt. Að mínu mati er mjög mikilvægt að undirbúa verkefni eins og þetta eins vel og kostur er. Það kom fram í máli mjög margra að e.t.v. væri skynsamlegra að byrja smátt í þessum efnum og reyna svo að byggja ofan á það. Það kom líka mjög skýrt fram í máli unga fólksins að mikilvægt er að huga að tómstundum fyrir það yfir sumartímann.

Þingið sýndi fram á það að þau eru gagnleg og sú skoðun, að gera eigi ungmennaþingið að föstum samstarfs - og samráðsvettvangi, kom mjög skýrt fram í umræðunum. Þinginu kemur til með að vaxa fiskur um hrygg ef það verður gert að föstum viðburði á viðburðadagatali sveitarfélagsins.

Í lokin kom svo fram að það verður verkefni ungmennaráðs að vinna úr þeim upplýsingum og áherslum sem fram komu á þinginu á næstu vikum og mánuðum. Það er verðugt verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband