Leita í fréttum mbl.is

Mótvægisaðgerðir

Ég er búinn að taka mér smátíma í kvöld til þess að fara yfir tillögur ríkisstjórnarinnar í mótvægisaðgerðunum vegna niðurskurðarins á þorskkvótanum fyrir næsta fiskveiðiár. Við fyrstu sýn virðast þetta vera nokkuð skynsamar tillögur sem geta í fyllingu tímans gagnast þeim byggðalögum sem hvað harðast verða úti vegna kvótaskerðingarinnar. Þó hefðu auðvitað allir viljað fá eitthvað meira.

Við hér á Hornafirði lögðum áherslu á það í okkar málflutningi að litið yrði sérstaklega til uppbyggingar Vatnajökulsþjóðgarðs í tengslum við mótvægisaðgerðir á þessu svæði. Það er t.a.m. okkar skoðun að höfuðstöðvar þjóðgarðsisn eigi heima hér í sveitarfélaginu. Að einhverju leyti sýnist mér að ríkisttjórnin ætli að koma til móts við óskir okkar þó við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá höfuðstöðvarnar strax hér og að uppbyggingu í þjóðgarðinum yrði hraðað.  

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir ráðningu tveggja nýrra starfsmanna í frumkvöðla - og háskólasetrinu i Nýheimum. Áhersla þessara tveggja starfsmanna verður á að styrkja starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ég eins og sennilega flestir aðrir sem koma að þessum málum hefði auðvitað viljað sjá stærri skref stigin í því að höfuðstöðvar þjóðgarðsins verði í sveitarfélaginu en auðvitað ber að fagna öllum þeim skrefum sem tekin eru.

En ég á eftir að fara betur yfir tillögur ríkisstjórnarinnar að mótvægisaðgerðum á næstu dögum og kynna mér þær betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband