Leita í fréttum mbl.is

Einstæðar mæður í vanda

Heldur þykir mér dapurlegt að lesa frétt eins og þessa um aðstæður margra einstæðra mæðra í dag. Það er alveg ljóst að vandi þessa fólks er mikill og konurnar á svo miklum hrakhólum að þær neyðast til að leita aftur á náðir til manna sem hafa beitt þær ofbeldi.

Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála um að þetta ástand er óþolandi og við verðum að bregðast við því. Jafnaðarmannaflokkur sem situr í ríkisstjórn verður að láta hendur standa fram úr ermum til bæta ástandið hjá þessum þjóðfélagshóp. Það er ekki hægt að búa við það að fjöldinn allur af fólki búi við svo bágbornar aðstæður.

Þetta skaðar þjóðfélagið í heild til lengri tíma litið ef þetta verður látið viðgangast.

Ég trúi ekki öðru en að jafnaðarmenn í ríkisstjórn bregðist við þessu slæma ástandi með öruggum og markvissum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband