Leita í fréttum mbl.is

Sammála eða ósammála

Eru allir í Samfylkingunni í Hafnarfirði sammála um stækkun álversins í Straumsvík?

Þessa spuriningu lagði aðstoðarmaður borgarstjóra fyrir Össur Skarphéðinsson í silfrinu í dag. Þetta sýnir svo ekki verður um villst á hvers lags villigötum íslensk pólitík er. Krafa flokksmanna annarra stjórnmálaflokka um allir í Samfylkingunni séu sammála um ákveðin málefni er alltaf til staðar í öllum málum. Ekki eru sömu kröfur til annarra flokka varðandi samræmingu skoðana. Nema þar sé um að ræða svo einsleitar hjarðir að þar séu allir sammála um alla skapaða hluti.   

Það er beinlínis fjarstæðukennt að ætla nokkrum flokki það að allir séu sammála um jafn stórt mál og stækkun álvers í Straumsvík nema e.t.v. Vinstri Grænum. Þetta er eitthvað sem Samfylkingin í Hafnarfirði hefur áttað sig á og ætlar að eftirláta íbúum Hafnarfjarðar það að ákveða hvort af stækkun álvers verður. Samfylkingin er lýðræðisflokkur og þess vegna ákveður hún að fara þessa leið.

Ég er ekki nokkrum vafa um það að innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um stækkun álversins. Skárra væri það nú í stórum og öflugum stjórnmálaflokki. Ekki ætla ég þeim að vera svo einsleit og skoðanalaus hjörð að þeir skiptist ekki skoðunum um þetta stóra mál.

En eitt geta allif flokkar sameinast um og það er að reyna að gera Samfylkinguna ótrúverðuga. Það er eitthvað sem Vinstri Grænir, Íhaldið og Framsókn geta verið sammála um að gera. Því ekkert hræðast þessi stjórnmálaöfl jafn mikið og stóran og öflugan jafnaðarmannaflokk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband