Leita í fréttum mbl.is

Höfðingleg gjöf til íþróttalífs á Hornafirði

Föstudaginn 15. desember afhenti Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar - Þinganess mér bréf þar sem stjórn fyrirtækisins lýsir yfir vilja til þess að koma að byggingu nýs knattspyrnuhúss á Hornafirði. Í tengslum við 60 ára afmæli fyrirtækisins hefur stjórnin velt því fyrir sér hvernig hægt væri að minnast tímamótanna í samfélaginu. Þegar stjórn USÚ heimsótti framkvæmdastjórann fyrir skömmu og leitaði eftir styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja komst fyrst skriður á málið.

Meirihlutinn í bæjarráði hefur rætt það á síðustu vikum að besta lausnin til framtíðar litið í íþróttalífi Hornfirðinga væri sú að byggja knattspyrnuhús svipað Risanum í Kaplakrika. Þannig getum við byggt upp glæsilega aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir án þess skerða æfingasvæði knattspyrnumanna og við opnum einnig íþróttahúsið okkar upp á gátt fyrir aðrar íþróttagreinar yfir vetrartímann.

Peningaupphæðin sem Skinney - Þinganes ætlar sér að leggja til framkvæmdanna er svo sannarlega höfðingleg eða 60 milljónir króna. Upphæðin felur í sér að lögð er fram 1 milljón fyrir hvert starfsár fyrirtækisins.

Það er alltaf gaman þegar einkafyrirtæki og opinberir aðilar geta tekið höndum saman um verkefni eins og þetta til þess að bæta og styrkja samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband