Leita í fréttum mbl.is

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði

Næsta verslunarmannahelgi verður stór helgi í lífi okkar Hornfirðinga. Þá höldum við Unglingalandsmótið sem UMFÍ hefur staðið fyrir undanfarin ár. Við vonumst til þess að um 10.000 manns sæki okkur heim þessa helgi. Ungmennasambandið Úlfljótur hefur yfirumsjón með mótinu en sveitarfélgagið er samstarfsaðili. Það er ætlun okkar að taka vel á móti gestum okkar þessa helgi sem aðrar helgar. En þegar 10.000 manns sækja okkur heim er ljóst að vanda verður til verka og öll skipulagning þarf að vera í lagi. Unglingalandsmótsnefnd hefur þegar tekið til starfa og situr stjórn USÚ í nefndinni auk annarra. Frá sveitarfélaginu kemur Matthildur Ásmundardóttir, formaður Æskulýðs - og tómstundaráðs. Einnig situr Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri í nefndinni. Formaður nefndarinnar er Ragnhildur Einarsdóttir sem einnig er formaður USÚ.

Unglingalandsmótsnefndin er skipuð öflugu fólki sem tilbúið er að leggja sín lóð á vogarskálarrnar til þess að gera mótið sem glæsilegast og þannig að Hornfirðingar getið verið stoltir af framkvæmd þess. En það þarf meira til svo að mótið heppnist vel. Gríðarlega marga sjálfboðaliða þarf til þess að allt gangi upp. Þess vegna skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að leggjast á eitt með nefndinni og bjóða sig fram sem sjálfboðaliða á mótinu. Á mótinu verða að vera dómarar úr hinum ýmsu íþróttagreinum, t.d. knattspyrnu, körfubolta og frjálsum íþróttum. Auk dómaranna þarf fjöldann allan af sjálfboðaliðum í hin ýmsu störf á mótinu.

Í tengslum við mótið hyggur sveitarfélagið á stórfellda uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á vegum sveitarfélagsind er að störfum sérstök nefnd um íþróttamannvirki. Formaður hennar er Friðrik Ingvaldsson, fyrrverandi formaður Æskulýðs - og tómstundaráðs Hornafjarðar. Nú þegar hefur verið ákveðið að ráðast í byggingu nýrrar sundlaugar en ljóst er að hún verður aldrei fullkláruð fyrir Unglingalandsmót. Vonir standa þó ennþá til að sundlaugarkerið sjálft verði tilbúið til keppni á mótinu. Svæðið sem hefur verið lagt undir sundlaug er þó ekki ennþá tilbúið svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þess vegna er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að sundlaugarkerið verði tilbúið fyrir sundiðkendur um næstu verslunarmannahelgi.

Uppbygging aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir hefur einnig verið ákveðin á Sindravöllum. Um 400 metra hlaupabraut úr tartanefni verður að ræða auk annarrar hefðbundinnar aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Auk þess verður knattspyrnuvöllur Sindravalla hækkaður upp og endurgerður. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort knattspyrnuvöllurinn skuli lagður gervigrasi eða náttúrulegu grasi. Það ræðst af fjármögnun verkefnisins. Bæjarstjórn hefur ákveðið að leggja 30 milljónir í verkefnið en stjórn USÚ mun á næstu dögum fara í frekara fjármögnunarátak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband