Leita í fréttum mbl.is

Samblásturinn gegn Árna Johnsen eykst

Nú hefur Landssamband Sjálfstæðiskvenna bæst í hóp þeirra innan raða Sjálfstæðisflokksins sem draga dómgreind félaga sinna í flokknum í Suðurkjördæmi í efa. Þær telja að framboð Árna Johnsens geti skaðað framavonir kvenna ínnan Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Vantraustið sem Árna er sýnt af sínum eigin flokksmönnum hlýtur að valda honum hugarangri og það hlýtur líka að valda þeim Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi sem veittu Árna brautargengi í prófkjörinu hugarangri. Það er langt síðan maður hefur séð jafn kerfisbundið unnið að því að grafa undan trúverðugleika eins af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Ef Árni Johnsen finnur að hann á ekki lengur samleið með Íhaldinu hlýtur hann að íhuga sérframboð miðað við þann stuðning sem hann hlaut í prófkjörinu.

Framsókn virðist ætla að gera úrstlitatilraun á kosningavetri til þess að losna undan ægivaldi Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson segist finna fyrir mikilli andstöðu í röðum Framsóknarmanna við hlutafélagavæðingu Rúv. Formaðurinn, Jón Sigurðssson hefur líka stigið fram og bent á það að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Það eru engar fréttir fyrir okkur sem vorum alltaf á móti stuðningnum við innrásina í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband