Leita í fréttum mbl.is

Ósamstíga stjórnarandstaða

Skv. þessari frétt á ruv.is þá ætlar stjórnarandstaðn sér að vera samstíga á komandi þingi. Það er út af fyrir sig ánægjuefni að menn ætli sér að vinna saman þvert á flokkslínur.

Hins vegar á ég eftir að sjá það að VG og Framsókn eigi nokkra samleið í nokkru einasta máli. Eftir kosningarnar síðastliðið vor kom það berlega í ljós að trúnaðarbresturinn á milli þessara tveggja flokka var svo mikill og alvarlegur að ekki var nokkur möguleiki á því að mynda vinstri stjórn. Ég hef því ekki mikla trú á því að samstarfið hjá stjórnarandstöðunni eigi eftir að verða gott.

Í raun hef ég mestar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan eigi eftir að verða máttlaus á þessu kjörtímabili. VG fólk mun einbeita sér að því eins og venjulega að níða skóinn af Samfylkingarfólki. Steingrímur Joð beinlínis hlakkar til þess að gagnrýna Samfylkinguna því hann hefur haldið aftur af sér undanfarin ár í gagnrýni á hana. Þetta upplýsti hann í blaðaviðtali fyrir skömmu síðan.  

Framsókn er ennþá í sárum eftir háðulega útreið úr síðustu kosningum og mér sýnist á öllu að það eigi eftir að reynast Framsóknarflokknum erfitt að finna fjölina sína á nýjan leik.

Frjálslyndir voru fyrir löngu búnir að mála sig út í horn með málflutningi sínum um útlendinga og ég á nokkra von á því að það muni breytast á þessu kjörtímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband