Leita í fréttum mbl.is

Valhallarræða Geirs

Ræða Geirs H. Haarde í Valhöll í gær olli mér að vissu leyti töluverðum vonbrigðum. Því get ég ekki leynt. Davíðsarmurinni í flokknum virðist enn hafa töluverð áhrif og völd í flokknum. Fundurinn virðist gagngert hafa verið haldinn til þess að róa ESB andstæðinga í röðum Sjálfstæðisflokksins. Geir sagði t.a.m. að Samfylkingin hefði það nánast á sinni stefnuskrá að ganga í Evrópubandalagið "no matter what" eins og hann orðaði það á höfuðtungu útrásarinnar. Með því var hann nánast að ýja að því að Samfylkingin vildi ganga í Evrópusambandið jafnvel þó hagsmunum okkar væri ekki betur borgið þar. Það þótti mér algerlega óþarft hjá honum.

Að undanförnu hefur það hins vegar komið í ljós að það eru miklu fleiri tilbúnir að fylgja Samfylkingunni í umræðu um Evrópu - og Evrumál, t.a.m. fólk úr atvinnu - og viðskiptalífinu. Það gerðu menn ekki af jafn miklum krafti þegar Halldór Ásgrímsson reyndi með takmörkuðum árangri að koma Evrópumálunum á dagskrá. Hann hafði heldur ekki Framsóknarflokkinn á bak við sig í þeirri umræðu.

En nú er Samfylkingin komin í ríkisstjórn og þá verða afturgöngur úr fortíðinni í Sjálfstæðisflokknum að gera sér grein fyrir því að við það eru Evrópumálin sannarlega á dagskrá. Fólk úr atvinnulífinu virðist líka átta sig á því að málflutningur okkar í þessum málum er ekki eitthvað gaspur út í loftið heldur er hér um einbeittan vilja að ræða. Þó er það nú sennilega rétt að hjá forsætisráðherra að ekki verður sótt um aðild á þessu kjörtímabili.

Það er þó ýmislegt sem eykur manni bjartsýni um það að raunverulegur vilji sé hjá Sjálfstæðisflokknum að fara að huga að þessum málum. Nægir þar að nefna málflutlutning Guðfinnu Bjarnadóttur, alþingiskonu Sjálfstæðisflokksins, í grein, sem birtist í Blaðinu 25. september, þar sem því er lýst yfir að Evran sé á dagskrá og að mikilvægt sé að huga að óstöðugu gengi krónunnar sem og háum vöxtum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband