Leita í fréttum mbl.is

Sviksemi og launráð Samfylkingarinnar

Það er svolítið skondið að fylgjast með þeirri tortryggni sem ríkir á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins í garð Samfylkingarinnar og þá sérstaklega í garð formannsins.

Þar á bæ virðast menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að eina ástæðan fyrir því að Samfylkingin fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hafi verið sú að sprengja ríkisstjórnina á ákveðnum tímapuntki. Ritstjórnin veit meira að segja af hverju Samfylkingin sprengir ríkisstjórnarsamstarfið. Jú, það verður út af átökum um gjaldmiðilinn. Gott er að sjá inn í framtíðina.

Staksteinar virðast hafa verið hugsaðir gagngert til þess að búa til vettvang fyrir paranoiuórana sem hafa hreiðrað um sig á ritstjórninni. Því ekki geta menn birt þessa þvælu sem birtist í Staksteinum í dag undir nafni, það segir sig sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband