Leita í fréttum mbl.is

Anna Margrét Guðjónsdóttir í heimsókn

Lífsgátan leyst undir jökliRætt við Ara hjá Nýsköpunarmiðstöð

 

 

 

 

 

Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem skipar 4. sætið á lista Samfylkingairnnar - baráttusætið - í Suðurkjördæmi var í heimsókn á Hornafirði í síðustu viku. Hún mætti m.a. annars á mjög góðan og fjölmennan bæjarmálafund hjá Samfylkingunni á Hornafirði. Miklar umræður sköpuðust á þeim fundi um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Greina mátti á fólki að það vildi fá tækifæri til þess að kveða upp sinn dóm í þessu máli í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu án grundvelli góðra og hlutlægra upplýsinga. Allir voru sammála um að það myndi aldrei gerast nema sótt yrði um aðild að ESB og samningur borinn undir þjóðina í kjölfarið.

Einnig fórum við í fjölmargar vinnustaðaheimsóknir á ferð hennar um svæðið. Við heimsóttum m.a. Nýheima, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Ísnet og marga fleiri staði. Að sjálfsögðu hefðum við getað skoðað og heimsótt marga aðra vinnustaði en því miður vannst ekki tími til þess. Á hverjum stað sem við heimsóttum fundum við að það er mikill hugur í fólki og það ætlar ekki að láta tímabundna erfiðleika í þjóðfélaginu trufla sig of mikið. Bjartsýni fólks á framtíð staðarins er greinilega mikil og fólk sér ýmis sóknarfæri allt í kringum sig. Það var ánægjulegt að finna fyrir þessum straumum.

Á leið okkar suður á opnun kosningamiðstöðvar í Reykjanesbæ, stoppuðum við m.a. í gestastofunni í Skaftafelli og spjölluðum við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð og ræddum við hana um uppbygginguna í Skaftafelli og framtíð þjóðgarðsins - þess stærsta í Evrópu. Við stoppuðum líka hjá Bjarna Daníelssyni, sveitarstjóra í Skaftárhreppi og fengum að kynnast því hvaða mál brenna helst á fólki í Skaftárhreppi. Að lokum kíktum við í heimsókn til Þóris í Víkurprjóni. Hann kynnti m.a. fyrir okkur hugmyndir manna um vegagerð í Vík, þ.e. breytingar á vegstæði þjóðarvegar 1 - sem nú liggur í gegnum þorpið og upp Víkurskarð. Það var mjög athyglisvert að fræðast um þær hugmyndir hjá honum. Fleiri myndir úr heimsókninni er hægt að skoða hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tel að byggðastefna ESB og ýmsir verkefnastyrkir (sem við eigum aðgang að í einhverjum tilfellum) sé ekkert í umræðunni. Einingis rætt um hugsanlega galla sem ekki hafa komið í ljós.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.4.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband