Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið fótum troðið?

Mikil lýðræðisvakning er í landinu öllu um þessar mundir og mikil umræða hefur skapast um lýðræðisumbætur. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur boðað umtalsverðar umbætur í þesum málum, t.a.m. eru uppi hugmyndir um persónukjör við alþingiskosningar og að þjóðaratkvæðagreiðslum verði gert hærra undir höfði með ákvæði í stjórnarskrá.

Töluverð umræða hefur skapast um það hvort að boðun kosninga með skömmum fyrirvara - 25. apríl nk. - sé andstæð lýðræðinu. Þá fái ný og minni framboð ekki tíma til að skipuleggja sig og kynna. Margir hafa gengið svo langt að segja að slík tilhögun sé runnin undan rifjum fjórflokksisn gamla sem vill treysta sitt valdakerfi - að hann hafi myndað bandalag um að halda öðrum framboðum frá kjötkötlunum.

Hvað sem öllu líður þá er ljóst að búsáhaldabyltingin í janúar á Austurvelli hefur haft mjög mikil áhrif á alla umræðu um lýðræði og lýðræðisþróun í landinu. Myndur ríkisstjórnar Samfylkingar og VG - og málefnasamningur þeirra - gerir m.a. ráð fyrir mjög miklum lýðræðisumbótum sem áður voru nefndar.

Ein af kröfum búsáhaldabyltingarinnar var að gengið yrði til kosninga og þar varð byltingarsinnum að ósk sinni. En spurningin er hvort að tíminn frá því að boðað var til kosninga og til kosninga hafi verið of skammur og þannig unnið gegn nýjum framboðum. Það mun framtíðin leiða í ljós.

En lýðræðisvakningin er hafin - fólk virðist hafa uppgötvað á nýjan leik að Alþingi sækir umboð sitt beint til fólksins - og þar ber því að vanda til verka. Þessi vakning á sér stað um allt land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður Árni, þá er ég hræddur um að sú búsáhaldastjórn sem nú situr muni ekki verða til neinna hagsbóta fyrir landsbyggðina, þar með talið Sveitarfélagið Hornafjörður.Búsáhalda eða pottastjórnin ríður á vaðið með stjórnlagaþing og að hægt sé að krefjast þjóðaratkvæðis með 15 prósenta vægis atkvæða.Það þýðir einfaldlega það að allt vægi atkvæða á landsbyggðinni er að engu orðið og atkvæðarétturinn færist allur á höfuðborgarsvæðið.Þess vegna gæti sá tími verið að renna upp að þínum tíma í sveitarstjórnarmálum sé að ljúka vegna þess að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði samþykkt að landið verði bæði eitt kjördæmi og eitt sveitarfélag.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 24.3.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband