Leita í fréttum mbl.is

Traustið endurunnið - forsenda endurreisnar

Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins er íslenska þjóðarsálin er löskuð. Atvinnuleysi blasir við fjölda manns, fjöldi fyrirtækja er orðinn gjaldþrota - og enn fleiri stefna þá leið - og afkomu heimilanna er stefnt í hættu.

Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna almennings og sjá til þess að svona færi ekki, brugðust á vaktinni. Af því leiðir að traust almennings á stjórnvöldum og lykilstofnunum er í algjöru lágmarki. Endurheimta verður traust almennings á stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum samfélagsins svo það endurreisnarstarf, sem stjórnvöld verða að vinna á næstum mánuðum og árum, nái tilætluðum árangri.  

Það ferli er þegar hafið með endurskipulagningu Fjármálaeftirlitsins og frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnfyrirkomulagi Seðlabankans. Trúverðugleiki þessara stofnana hvarf í einu vetfangi þegar íslenskt fjármálakerfi - á þeirra vakt - hrundi í fangið á stjórnvöldum.

En ábyrgðin stöðvast ekki þar - enda störfuðu þessar stofnanir skv. lögum frá Alþingi og undir verkstjórn ríkisstjórnarinnar. Stór hluti af ferlinu við að endurheimta traust almennings á stjórnvöldum er fólginn í endurskipulagningu þessara stofnana - en það dugir ekki eitt og sér.

Innleiða verður ný vinnbrögð á vettvangi Alþingis og ríkisstjórnar. Þau verða að byggja á gegnsæjum, sanngjörnum og réttlátum leikreglum þar sem allir fá jöfn tækifæri. Með nýjum vinnubrögðum verðum við innleiða þá reglu að við ráðum alltaf hæfasta fólkið til starfa í mikilvæg störf á vegum ríkisins. Við verðum að láta af þeim ósið að eftirláta flokksgæðingum stöður þar sem augljóst er að aðrar forsendur - en pólitískar - verða að vera til staðar til þess að vel takist til. Agljóst dæmi um þetta, sem er mjög í umræðunni nú um stundir, er staða formanns bankastjórnar Seðlabankans. Einnig er að ljóst að ef traust almennings á Alþingi á að vaxa á ný, þá þarf ákveðin endurnýjun að fara fram innan þeirrar stofnunar í næstu kosningum.

Þessu berjast jafnaðarmenn fyrir og ég hef hug á því að vera virkur þátttakandi í því ferli og þess vegna býð ég fram krafta mína í 2. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband