Leita í fréttum mbl.is

Eflum sveitarstjórnarstigið

Á hátíðarstundum verður mönnum tíðrætt um nauðsyn þess að efla sveitarstjórnarstigið. Á síðustu árum hefur nokkuð þokast í þeim málum. Grunnskólinn er kominn til sveitarfélaganna sem er stærsta einstaka verkefnið sem sveitarfélögin hafa tekist á hendur. Nú er svo komið að sveitarfélögin vildu gjarnan taka við fleiri verkefnum af ríkinu til þess að flytja þjónustuna nær íbúunum. Ríkið hins vegar bíður eftir því að fleiri sameiningar eigi sér stað áður en svo getur orðið og á meðan eru tekjustofnamál sveitarfélaganna í uppnámi.

 Ef  það er raunverulegur vilji til þess hjá yfirvöldum til þess að efla sveitarstjórnarstigið þurfa að koma fjármunir frá ríkinu á móti. Til þess að hraða fyrir sameiningaferlinu þyrfti að liggja fyrir tillögur á lagfæringum á tekjustofnum sveitarfélaganna. Það þarf að styrkja sveitarfélögin svo þau geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. Ríkið þarf líka að viðurkenna að grunnskólinn er beinlínis orðinn dýrari í rekstri vegna reglugerða og laga frá Alþingi.  


Framhaldsskóli, öldrunarþjónusta og löggæsla 

Eitt er ljóst að ef efla á sveitarstjórnarstigið á Íslandi enn frekar þarf meira að koma til heldur en að ríkið afhendi sveitarfélögunum verkefni sem menn telja að sé betur borgið heima í héraði. Verkefnunum þarf að fylgja fjármagn og það umtalsvert fjármagn til þess að sveitarfélögin geti rækt skyldur sínar.

Verkefni sem ég vil sjá koma til sveitarfélaga eru rekstur framhaldsskólans, löggæslunnar og öldrunarmála. Vel hefur tekist til með þau í tilraunaverkefninu hér á Hornafirði. Þessu verða að fylgja styrkari tekjustofnar og umfang til að standa undir verkefnunum. Það er hlutdeild í veltusköttum stórt mál að mínu mati.

 

Slíkum verkefnaflutningum fylgir valddreifing. Valddreifing sem er eftirsóknarverð í sjálfu sér enda er það eitt af meginmálum okkar jafnaðarmanna að flytja völd og verkefni til fólksins sjálf. Sveitarfélögin sjá um nærþjónustuna og þar eiga mörg stór verkefni að vera. Þessi legg ég til að flytjist þangað á næstu árum. Fyrst öldrunarmálin, þá framahldsskólinn og síðan skoðum við fyrirkomulag löggæslunnar í framhaldi af því. Þetta eflir sveitarstjórnastigið, stækkar sveitarfélögin og gerir þau að öflugu stjórnsýslustigi til mótvægis við ríkisvaldið.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband