Leita í fréttum mbl.is

Vatnajökulsþjóðgarður

Á vefsíðu Björgvins G. Sigurðssonar, alþingismanns og efsta manns á lista Samfylkingarinnar í Suðukjördæmi má lesa um fyrirspurn þingmannsins til umhverfisráðherra um starfsemi Vatnjökulsþjóðgarðar. Þingmaðurinn spyr hvort ekki sé inni í myndinni að rekstur Jöklaseturs á Höfn verði hluti af heildarrekstri Vatnajökulsþjóðgarðs. Það er gott til þess að vita þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru meðvitaðir um að uppbygging Vatnajökulsþjóðgarðs er samfélaginu á Suðausturlandi mikilvæg.            

Það er rétt sem kemur fram hjá þingmanninum að Vatnajökulsþjóðgarður skiptir alla uppbyggingu á Suðausturlandi gríðarlega miklu máli og þá sérstaklega í atvinnutilliti. Á Suðausturlandi hefur mikil uppbygging á sviði ferðamennsku átt sér stað og öflugur Vatnajökulsþjóðgarður myndi sannarlega styðja við og efla þann rekstur. Þess vegna skiptir það okkur mjög miklu máli að vandað verði til verka við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs svo vel megi til takast og uppbyggingin skili sér inn í samfélagið.            

Mörg ár eru liðin síðan Hornfirðingar áttuðu sig á því hvað jökullinn væri mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hér hefur verið markviss uppbygging ferðaþjónustu frá þeim tíma sem byggist að miklu leyti á aðdráttarafli jökulsins. Ekkert eitt svæði á landinu býr í jafn mikilli nálægð við það glæsilega ferlíki sem Vatnjökull svo sannarlega er. Við tölum gjarnan um að við búum í Ríki Vatnajökuls. Vatnajökull er fyrir augum okkar alla daga allt árið um kring. Þess vegna er eðlilegt að stór hluti uppbyggingarinnar í kringum Vatnjökulsþjóðgarð fari fram í Sveitarfélaginu Hornafirði.            

Jöklasýningin á Höfn í gamla vöruhúsinu er gott dæmi um þá metnaðarfullu uppbyggingu sem Hornfirðingar hafa staðið fyrir í tengslum við Vatnajökul og við erum hvergi nærri hætt á þeirri vegferð. Það er þá líka von okkar að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar komi til með að styðja við bakið á okkur í þeirri viðleitni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband