Leita í fréttum mbl.is

Farsinn í Reykjavík

Farsinn í Reykjavík hefur leitt til þess að ég er farinn að hugleiða hvort ekki sé nauðsynlegt að löggjafinn fari að kanna kosti þess að breyta lögum um kosningar til sveitarstjórna þannig að hægt sé að láta fara fram aukakosningar. Frammistaða Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra síðastliðna daga hefur orðið þess valdandi að ég hef verið mjög hugsi yfir stöðunni. Borgin er í raun stjórnlaus. Það þyrfti kannski bráðabirgðalög til þess að heimila kosningar borginni nú þegar.

Það versta í þessu öllu er það að eftir tæpt ár hættir Ólafur og við vitum ekki enn hver tekur við af honum þá. Kannsi verður það gamli góði Villi sem endurheimtir hásæti sitt. En það er átakanlegt til þess að vita að Sjálfstæðismenn, sem eiga að heita kjölfestan í þessu meirihlutasamstarfi, eru svo plagaðir af innanflokksátökum að þeir geta ekki komið sér saman um hver eigi að taka við þegar Ólafur hættir.

Þessum borgarsirkus verður að linna. Það er ömurlegt að horfa upp á borgina í þessari sjálfheldu og niðurlæging hennar er algjör. Sirkus er finn í hófi og það má skemmta sér yfir honum stöku sinnum en ef menn gera sirkusinn að venju eða reglu í sínum störfum þá endar það með því að almenningur fær nóg af slíkri skemmtan, eins og annarri að lokum. Þetta er hætt að vera fyndið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allt í lagi með embættisfærslu Ólafs F. Magnússonar.  Hins vegar er ekki í lagi með fólk sem leggur aðra í einelti.  Einelli hefur verið í gangi gagnvart Ólafi frá því hann tók við stöðu borgarstjóra.  Ótrúlega mikill ruddagangur og ósanngjörn umræða.  Nú síðast um ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar, sem er hreint út sagt fáránleg.  Eins og þetta sé svo óskaplegt miðað við  t.d. hvernig Ingibjörg Sólrún raðaði sínum stelpum á jötuna og komst upp með það.  Og reyndar ótal dæmi önnur sem eru á gráu svæði miðað við  þetta tiltekna mál JFM.  Reyndar held ég, að hann eigi eftir að vinna þetta vel!  Kveðja og megi þetta vekja þig til umhugsunar um eðli mannanna.

Auður (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband