Leita í fréttum mbl.is

Að hanga í kjörfylgi

Það er merkilegt að hlusta á menn tala um erfiða stöðu Samfylkingarinnar um þessar mundir. Samvkæmt könnunum, á mjög erfiðum pólitískum tímum, mælist Samfylkingin rétt undir kjörfylgi. Ég held að flestir myndu sælir una við það, sitjandi í ríkisstjórn sem á í vök að verjast vegna erfiðleika í efnahagsmálum. En auðvitað er það eðlilegt að menn berji svolítið á ríkisstjórninni þegar illa árar og eðlilegt að aðstæðurnar bitni frekar á okkur vegna þess að fólk hefur miklar væntingar til Samfylkingarinnar.

Hins vegar verður að taka fram að erifiðleikana í dag má fyrst og fremst rekja til erfiðra ytri aðstæðna á fjármálamarkaði á heimsvísu. En það má líka að einhverju leyti rekja þær sérstöku íslensku aðstæður sem við búum við, þ.e. verðbólgu í tveggja stafa tölu, hæstu stýrivexti sem um getur í löndum sem við viljum bera okkur saman við og óstöðugt gengi, til hagstjórnamistaka síðustu ríkisstjórna eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti réttilega á í Fréttablaðinu 1. maí síðastliðinn.

Það er þó alveg skiljanlegt að órói sé í þjóðfélaginu. Fólk hefur áhyggjur af afkomu sinni og skuldastaða margra fyrirtækja, einstaklinga og fjölskyldna er mjög erfið. Ríkisstjórninni ber auðvitað að bregðast við þegar slíkar aðstæður eru uppi. Nú hef ég fulla trú á því að ríkisstjórnin vinni að því baki brotnu að leysa úr þessum málum eins og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra benti á í Silfrinu í dag.

En fólk er orðið mjög óþreyjufullt eftr aðgerðum og þegar þessi staða er uppi, virka tíðar utanlandsferðir ráðherranna hjákátlegar þó það sé nú kannski ekki sanngjarnt eða eðlilegt að gera þær að einhverju aðalatriði í þessari umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband