Leita í fréttum mbl.is

Villi ákveður að dingla áfram

Hún er makalaus ákvörðunin hans Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem kynnt var í dag. Borgarstjórnarflokkur íhaldsins lýsti yfir óskoruðum stuðningi við þessa ekki ákvörðun oddvita þeirra. Eftir stendur að stærsti og valdamesti flokkurinn í borgarstjórn Reykjvavíkur virðist ekki geta komið sér saman um það hver er þeirra borgarstjóraefni. Þau hafa nú 12 mánuði til þess að koma sér saman um það. Á meðan ætla þau að styðja við oddvitann sinn, gamla góða Villa til þess að halda áfram sem þeirra oddviti. Þetta eru þau tilbúin að gera þrátt fyrir það að Hanna Birna og Gísli Marteinn séu nýbúin að skrifa undir það í Rei - skýrslunni að Vilhjálmur hafi gerst sekur um slík embættisafglöp að annað eins þekkist varla.

Ekki er von á góðu fyrir Reykvíkinga þegar stærsti flokkur borgarinnar og sá valdamesti í dag getur ekki með nokkrum hætti komist að niðurstöðu í jafn einföldu máli og þessu.

Er það furða að einhverjir ónefndir bloggarar hafa talað um sjálfseyðingu í þessu sambandi. Nú er kannski komið tilefnið, sem Sigurður Kári taldi að hefði að vantað í umræddri bloggfærslu, í Kastljósinu í vikunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband