Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með nýjan meirihluta í borgarstjórn

Það er búið að vera vrkilega gaman að fylgjast með hamaganginum í borgarstjórn undanfarna daga. Kostulegri frammistöu hefur maður ekki séð í langan tíma eins og frammistöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í þessu svokallaða REI máli.

Dásamlegt að fólk geti svona allt í einu fundið sína grundvallarafstöðu í ákveðnum málum þó unnið hafi verið á þeim nótum sem Vilhjálmur og félagar voru að leggja til í lengri tíma. Hin nýfundna grundvallarafstaða sjálfstæðismanna gerði borgarstjóranum svo sannarlega erfitt fyrir. Í raun hefur hann átt svo erftitt að hann er búinn að kúvenda í sinni afstöðu og er líka kominn með grundvallarskoðanir, svona eftir á að hyggja.

Til að kóróna svo allt saman fóru sexmenningarnir á fund formannsins og varaformannsins og klöguðu borgarstjórann. Þar með var með öllu ljóst að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins var með öllu ósamstarfshæfur.

Þess vegna segi ég: til hamingju með nýjan borgarstjórnarmeirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband