Leita í fréttum mbl.is

Flott afmælishátíð í Skaftafelli

Það var sannarlega mikið um dýrðir í þjónustumiðstöðinni í Skaftafellsþjóðgarði á laugardaginn. Fjöldi manns var þar saman kominn til þess að fagna með Öræfingum 40 ára afmæli þjóðgarðsins.

Fjöldi velunnara þjóðgarðsins lögðu leið sína í Skaftafell á laugardaginn til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Þar var t.d. mættur dr. Jack Ives sem hefur vanið komur sínar í Skaftafell frá árinu 1952. Hann hefur nú skrifað bók sem tileinkuð er þjóðgarðinum í Skaftafelli. Ég fékk tækifæri til þess að glugga í bókina á afmælishátíðinni, þar er sannarlega um glæsilegt afrek að ræða.

Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður lagði það til í sínu erindi að einn tiltekinn tindur innan þjóðgarðsins yrðir nefndur eftir dr. Jack Ives. Féll sú tillaga í góðan jarðveg hjá afmælisgestum.

Ítarleg umfjöllun er um dr. Ives í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra flutti prýðisgott erindi um þjóðgarðinn og sögu hans. Greinilegt var á hennar máli að hún ber hlýjar taugar til þjóðgarðsins og hefur mikinn metnað gagnvart væntanlegri stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er þess fullviss að þessi málaflokkur er í góðum höndum hjá henni.

Rauði þráðurinn í málflutningi flestra sem til máls tóku fannst mér vera mikilvægi samstarfs við heimamenn bæði hvað varðar stofnun og rekstur þjóðgarðs. Í mínu máli lagði ég áherslu á það að á sveitarstjórnarstiginu á Hornafirði hafa menn alltaf talað fyrir skýrri aðkomu heimaaðila að rekstri þjóðgarðsins. Einnig lagði ég á það ríka áherslu að rætur væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðs liggja að mínu mati í Skaftafellsþjóðgarði og þessi treysti ég og trúi því að þjónustumiðstöðin í Skaftafelli verði einn mikilvægasti hlekkurinn í nýjum Vatnajökulsþjóðgarði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband