Leita í fréttum mbl.is

Kjördagur - góðir straumar

Þá er kjördagur runninn upp. Kjósendur ganga að kjörborðinu og fella sinn dóm. Við jafnaðarmenn bíðum úrslitanna með mikilli eftirvæntingu enda höfum við fundið fyrir miklum meðbyr síðustu vikur og daga.

Ég vil bara nota þetta tækifæri til þess að hvetja kjósendur til þess að nýta sinn lýðræðislega rétt, mæta á kjörstað og tjá hug sinn.

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga á þessari stundu að að við jafnaðarmenn komum sterk út úr kosningunum. Straumurinn hefur legið til okkar á síðustu vikum. Ég er viss um það að við rjúfum 30% múrinn miðað við stemmninguna siðustu.

Það er greinilegt að áherslur okkar í velferðarmálum eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda. Kjósendur vita líka að Samfylkingin er eini flokkurinn sem treystandi er til að standa vörð um íslenska velferðarkerfið að norrænni fyrirmynd.

 X - S í dag landi og þjóð til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband