Leita í fréttum mbl.is

Biðlistana burt - ekkert stopp

Ein mesta skömm núverandi ríkisstjórnar eru biðslistarnir eftir almannþjónustu sem birtast okkur hvarvetna. Sárt er að horfa upp á þá löngu biðlista sem myndast hafa á barna - og unglingageðdeild. Þarna er um að ræða börn og ungilinga sem eru í sárri þörf og fjölskyldur þeirra þurfa að sætta sig við það að bíða eftir aðgerðum rikisstjórnarinnar.

170 börn bíða eftir fyrstu komu á BUGL og 20 - 30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Þetta er hátt hlutfall hjá fámennri þjóð. Við höfum ekki efni á því að bregðast ekki við. Með aðgerðaleysi sínu er ríkisstjórnin að leggja grunninn að framtíðarvandamálum sem kannski verður of seint að bregðast við þegar fram líða stundir.

Hér er einfaldlega um að ræða ástand sem ekki er hægt að sætta sig við. Jafnvel hörðustu frjálshyggjumenn hljóta að samþykkja það að samfélagið hefur skyldum að gegna gagnvart börnum og unglingum sem þjást af geðröskunum. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og ætlar sér að leysa þetta mál. Jafnaðarmenn þola ekki að horfa upp á það að brotið sé að börnum og unglingum í landinu. Ójafnaðarflokkarnir hafa haft 12 ár til þess að leysa þessi mál en ekkert gengur. Nú er komið að því að gefa þeim frí þannig að hægt sé að leysa þessi mál. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband