Leita í fréttum mbl.is

Stór verkefni framundan hjá bæjarstjórn

Af umræðum síðasta bæjarstjórnarfundar, sem haldinn var 12. ágúst sl., að dæma er ljóst að mörg stór og mikilvæg mál þarfnast umræðu og úrlausnar bæjarstjórnar þetta haust. Ekki ber að skilja þetta þannig að næsti vetur verði sveitarfélaginu eitthvað sérstaklega erfiður. Ekkert gefur sérstakt tilefni til að ætla það en nokkrum atriðum verður bæjarstjórn að gefa sérstakan gaum.

Þar ber fyrst að nefna vinnuna við fjárlög ríkisins fyrir næsta ár. Enn og aftur bíður Alþingis að vinna hið óvinsæla verk - að leita leiða til að skera niður í rekstri ríkisins. Í þeirri vinnu Alþingis er gríðarlega mikilvægt að tekið verði tillit til sjónarmiða um að verja þurfi opinbera þjónustu og störf á landsbyggðinni. Taka verður tillit til þess ef þjónustan er ekki lengur staðar í sveitarfélaginu þá verði íbúarnir að ferðast um langan veg til þess að nýta sér hana - og sitja því ekki við sama borð og aðrir landsmenn. Þessi sjónarmið verða áfram að liggja til grundvallar við fjárlagagerðina.

Annað atriði, sem mikilvægt er að bæjarstjórn fylgist vel með og komi sjónarmiðum sínum á framfæri, er vinna við breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra ákvað, eftir að starfshópur á hans vegum skilaði tillögum um breytingar á regluverki sjóðsins í sumar, að skipa vinnuhóp til þess að undirbúa þá tillögu starfshópsins sem lengst gengur í breytingum á sjóðnum. Þar er gert ráð fyrir því að útgjaldaþörf sveitarfélaga til lögbundinna og eðlilegra verkefni verði metin og í framhaldinu muni jöfnunarsjóðurinn einungis jafna með tilliti til útgjalda sveitarfélaganna til þessara fyrirfram ákveðnu og skilgreindu verkefna.

Í þessum efnum er mikilvægt að svipuð sjónarmið og ég nefndi hér áðan varðandi fjárlagagerðina um mismunandi stöðu sveitarfélaga og aðstöðu íbúa þeirra til þess að sækja sér þjónustu, komi strax fram. Oft er um að ræða þjónustu og verkfefni sem flestum þykir sjálfsögð en í sumum sveitarfélögum er ekki raunhæft að aðrir en sveitarfélagið standi að þeim. Það er hins vegar ekki víst að sömu lögmál gildi um hvaða verkefni eðlilegt sé að sveitarfélög komi að eftir því hvar við erum stödd á landinu. Það er t.d. ekki víst að nákvæmlega sömu lögmál gildi um rekstur sveitarfélaga á borð við Hornafjörð og svo sveitarfélög á Stór - Reykjavíkursvæðinu - svo einfalt dæmi sé tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband